„Hann veit allt um ansi mörg þeirra“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Guðrún Johnsen, formaður stjórnar Íslandsdeildar Transparency …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Guðrún Johnsen, formaður stjórnar Íslandsdeildar Transparency International. Samsett mynd

Sam­kvæmt heim­ild­um Kjarn­ans ætluðu starfs­menn Sam­herja sér að safna upp­lýs­ing­um um stjórn­ar­menn í alþjóðleg­um sam­tök­um sem vinna gegn spill­ingu, en sam­tök­in höfðu gagn­rýnt starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Þá hafi starfs­menn­irn­ir rætt um viðbrögð Sam­herja vegna viðtals við seðlabanka­stjóra, og stungið upp á því að af­greiða hann með blaðagrein.

Gagn­rýn­in rædd í spjall­hópn­um „PR Nami­bia“

Í um­fjöll­un Kjarn­ans seg­ir að „skæru­liðadeild“ Sam­herja hafi rætt sín á milli um til­kynn­ingu Íslands­deild­ar sam­tak­anna Tran­sparency In­ternati­onal, þar sem því var lýst yfir að fyr­ir­tækið hefði „fjár­magnað áróðursþætti til birt­inga, fjá­magnað bóka­skrif í áróðurstil­gangi og haldið úti for­dæma­lausu túlk­un­ar­stríði á sög­unni“.

Páll Stein­gríms­son skip­stjóri hafi þannig spurt fólk í spjall­hópi með yf­ir­skrift­inni „PR Nami­bia“ hverj­ir séu í for­svari fyr­ir Íslands­deild sam­tak­anna Tran­sparency In­ternati­onal. Hon­um sé þá bent á að spyrja Þor­stein Má Bald­vins­son for­stjóra Sam­herja. Sam­kvæmt heim­ild­um Kjarn­ans eru í hópn­um „PR Nami­bia“, auk Páls, Arna Bryn­dís McClure, yf­ir­lög­fræðing­ur Sam­herja, og Þor­björn Þórðar­son, lögmaður og ráðgjafi fyr­ir­tæk­is­ins.

Páli er svarað: „Hann veit allt um ansi mörg þeirra [...] og Jón­as út í guðrunu [Johnsen, formann stjórn­ar Tran­sparency In­ternati­onal á Íslandi]. Hann þekk­ir eitt­hvað út í henn­ar for­sögu“. Kjarn­inn seg­ir að hér sé vísað í Jón­as Sig­ur­geirs­son sem rek­ur Al­menna bóka­fé­lagið, en það for­lag gaf út bók­ina Gjald­eyris­eft­ir­litið – vald án eft­ir­lits? sem fjall­ar m.a. um rann­sókn Seðlabanka Íslands á Sam­herja.

Ætluðu að af­greiða Ásgeir með blaðagrein

Þá eiga þre­menn­ing­arn­ir í spjall­hópn­um að hafa rætt um Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóra, en vorið 2019 lagði Sam­herji fram kæru gegn Seðlabank­an­um og fimm starfs­mönn­um vegna hús­leit­ar bank­ans á skrif­stof­um Sam­herja árið 2012. Fyr­ir mánuði ákvað lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum að vísa kær­unni frá.

„Ég skil ekki Ásgeir,“ á einn í spjall­hópn­um að hafa sagt með vís­an í viðtal sem birt­ist í Stund­inni, þar sem seðlabanka­stjóri sagði það vera ótækt að einka­fyr­ir­tæki eins og Sam­herji gæti ráðist að rík­is­starfs­mönn­um með per­sónu­leg­um hætti.

Þor­björn Þórðar­son hafi þá sagt að verið sé að at­huga hvort „einn alls ótengd­ur okk­ur ætli ekki að skrifa“. Þannig væri hægt að „af­greiða Ásgeir í 250 orðum. […] Það væri hægt að gera þrjár mis­mun­andi út­gáf­ur af grein­inni með svipuðu inn­taki en ólík­um stíl og áhersl­um, og birta í sömu vik­unni í þrem­ur ólík­um miðlum. Vísi, Mbl og Frétta­blaðinu.“ 

mbl.is