Samherji hafi blandað sér í prófkjörið

Njáll Trausti Friðbertsson sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Njáll Trausti Friðbertsson sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Samsett mynd

„Skæru­liðadeild“ Sam­herja reyndi að beita áhrif­um sín­um inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins til að koma í veg fyr­ir að Njáll Trausti Friðberts­son fengi odd­vita­sæti í kom­andi próf­kjöri flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, ef marka má heim­ild­ir Kjarn­ans.

Fram kem­ur í um­fjöll­un Kjarn­ans að Arna Bryn­dís McClure, yf­ir­lög­fræðing­ur Sam­herja, og Páll Stein­gríms­son skip­stjóri hafi rætt sín á milli um próf­kjörið. Í því sam­tali hafi Páll hafi greint frá því að Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja vildi ekki sjá Njál Trausta í efsta sæti list­ans.

Arna hafi þá lýst því yfir að eng­inn vilji Njál í fyrsta sætið og Páll lofað að ræða við áhrifa­menn inn­an flokks­ins um málið. Tví­menn­ing­arn­ir hafi því næst talað um að „koma sam­an not­hæf­um lista fyr­ir kjör­dæmið“, en sam­kvæmt Kjarn­an­um hafi ein­ung­is einn þeirra fram­bjóðenda sem þau röðuðu á sinn lista endað í fram­boði í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í kjör­dæm­inu.

Njáll Trausti Friðberts­son er sitj­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, en hann sæk­ist eft­ir odd­vita­sæt­inu sem Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, skil­ur eft­ir sig. Próf­kjör flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi fer fram laug­ar­dag­inn 29. maí, en Kristján Þór hef­ur ákveðið að sækj­ast ekki eft­ir end­ur­kjöri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina