Vatnsrennibrautagarðurinn Siam Park á Tenerife verður opnaður að nýju laugardaginn 29. maí eftir að hafa verið lokaður í 14 mánuði sökum sóttvarna. Þetta var tilkynnt á ferðamálaráðstefnunni FITUR, sem hófst í Madríd á miðvikudaginn.
Til að byrja með verður Siam Park aðeins opinn um helgar og mælst er til þess að panta miða með góðum fyrirvara á heimasíðu vatnsrennibrautagarðsins.
Fjölmargar íslenskar fjölskyldur sem stefna á ferðalag til Tenerife í sumar hafa beðið spenntar eftir þessum fregnum og nú er ljóst að þær geta skemmt sér í þessum frábæra vatnsrennibrautagarði.