Fyrstu skipin á makríl fyrir mánaðamót

Ákvörðun um makrólkvóta ársisn liggur ekki fyrir e íslensku skipin …
Ákvörðun um makrólkvóta ársisn liggur ekki fyrir e íslensku skipin fara líklega að leita makríls í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Lík­legt er að fyrstu ís­lensku upp­sjáv­ar­skip­in byrji að svip­ast um eft­ir mak­ríl fyr­ir Suður­landi í þess­ari viku. Fleiri bæt­ist síðan við á mak­ríl­veiðum eft­ir sjó­mannadag og fram eft­ir júní­mánuði. Ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda um mak­ríl­kvóta árs­ins ligg­ur ekki fyr­ir, en gert er ráð fyr­ir að reglu­gerð um mak­ríl­veiðar í ár verði gef­in út fyr­ir lok þessa mánaðar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu.

Auk Íslands eiga Fær­ey­ing­ar eft­ir að til­kynna Norðaust­ur-Atlants­hafs­fisk­veiðiráðinu, NEAFC, um sín­ar fyr­ir­ætlan­ir og Norðmenn hafa til­kynnt um upp­hafskvóta upp á 104.998 tonn. Aðrar til­kynn­ing­ar til NEAFC eru frá Bret­um um 222.288 tonn, frá Evr­ópu­sam­band­inu um 200.179 tonn, frá Rússlandi um 120.423 tonn og frá Græn­landi upp á 60.000 tonn, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr ráðuneyt­inu.

Veiðar um­fram ráðgjöf

Þegar hef­ur því verið til­kynnt um að fyrr­nefnd strand­ríki hygg­ist veiða sam­tals um 708 þúsund tonn. Tvö strand­ríki hafa ekki gefið upp sína viðmiðun, en í fyrra veiddu ís­lensk skip um 150 þúsund tonn af mak­ríl. Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið, ICES, lagði til í lok síðasta árs að afl­inn 2021 færi ekki yfir 852 þúsund tonn og var um 8% sam­drátt í ráðgjöf að ræða frá ár­inu á und­an. Ráðgjöf fyr­ir síðasta ár, 2020, var 922 þúsund tonn, en afli árs­ins varð hins veg­ar um 1,1 millj­ón tonn, eða um 18% um­fram ráðgjöf.

Ekki er í gildi sam­komu­lag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr mak­ríl­stofn­in­um um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar og hver þjóð set­ur sér afla­mark, sem hef­ur haft þær af­leiðing­ar að veiðar hafa verið um­fram ráðgjöf ICES. Þjóðirn­ar eru sam­mála um að fylgja ráðgjöf árs­ins um 852 þúsund tonn, en eins og áður er langt í frá að menn séu sam­mála um skipt­ing­una.

Árin 2014-2020 var í gildi sam­komu­lag Norðmanna, Fær­ey­inga og Evr­ópu­sam­bands­ins um mak­ríl­veiðar, en það rann út í fyrra. Þá hef­ur sú stóra breyt­ing orðið frá síðasta ári að eft­ir Brex­it eru Bret­ar sjálf­stætt strand­ríki og hafa til­kynnt um afla­mark fyr­ir sín skip. Bret­ar hafa ekki samið um aðgang t.d. Norðmanna og Fær­ey­inga til mak­ríl­veiða í breskri lög­sögu í ár.

Gætu aukið sinn hlut

Eins og áður sagði hafa Norðmenn til­kynnt um upp­hafskvóta, en reiknað er með að þeir muni bæta í á næst­unni. Sam­kvæmt fyrr­nefndu sam­komu­lagi ESB, Fær­eyja og Nor­egs fengu Norðmenn 22,5% af ráðgjöf­inni eða 192 þúsund tonn í fyrra. Í Fiskar­en í Nor­egi mátti í vik­unni lesa vanga­velt­ur um að þar sem Norðmenn væru nú óbundn­ir af þess­um samn­ingi gætu þeir veitt mun meira við Nor­eg, Jan Mayen og á fisk­vernd­ar­svæðinu við Sval­b­arða á grund­velli þess hve mikið og hve lengi mak­ríll er á þess­um slóðum.

Ann Krist­in West­berg, aðal­samn­ingamaður Norðmanna í mak­rílviðræðum síðustu ára, kynnti í vik­unni tvær sviðsmynd­ir um hlut­deild Norðmanna. Voru þær um 30% eða 35% af heild­ar­ráðgjöf­inni og færi afl­inn upp í tæp­lega 300 þúsund tonn ef miðað væri við hærri hlut­deild­ina. Í frétt Fiskar­en er einnig velt upp spurn­ingu um hvort norski flot­inn myndi ráða við að veiða svo mikið. Einnig um gæði hrá­efn­is og verð fyr­ir afurðir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: