„Skæruliði“ Samherja er ræðismaður Kýpur á Íslandi

Arna Bryndís Baldvins McClure.
Arna Bryndís Baldvins McClure. Ljósmynd/Samherji

Arna Bryn­dís Bald­vins McClure lögmaður og starfsmaður Sam­herja er heiðurs­ræðismaður Kýp­ur á Íslandi. Hún til­heyr­ir hópi sjálf­skipaðra skæru­liða Sam­herja, sem fjallað hef­ur verið um á Stund­inni og Kjarn­an­um.

Á þetta bend­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, á face­booksíðu sinni. Þar seg­ir hann einnig að ámæl­is­vert sé að svo sé, á meðan ákveðnir stjórn­mála­menn segj­ast vera að vinna í al­mannaþágu en ekki í þágu eig­in­hags­muna. 

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Björn Leví um fram­ferði sjálf­skipaðra skæru­liða: „Svona er þetta.“

Skæru­liði fyr­ir­tæk­is með grun­sam­lega starf­semi á Kýp­ur er ræðismaður Kýp­ur á Íslandi

Arna Bryn­dís er ein sjálf­skipaðra „skæru­liða“ Sam­herja sem Stund­in og Kjarn­inn hafa fjallað um síðastliðna daga. Í um­fjöll­un þeirra kem­ur fram að Arna, ásamt öðrum tengd­um Sam­herja, hafi lagt á ráðin um hvernig mætti láta Sam­herja líta sem best út gagn­vart al­menn­ingi í fjöl­miðlum. Gögn, smá­skila­boð og tölu­póst­ar „skæru­liðanna“, sem Stund­in og Kjarn­inn hafa birt sýna þetta.

Björn Leví seg­ir við mbl.is að „maður hljóti að spyrja sig“ hvernig áhrif þetta hafi á milli­ríkja­sam­skipti Kýp­ur og Íslands. 

Upplýsingar um ræðismann Kýpur á Íslandi.
Upp­lýs­ing­ar um ræðismann Kýp­ur á Íslandi. Skjá­skot/​Vef­ur ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins

„Það er nátt­úru­lega búa að rekja milli­göngu Sam­herja­fé­lag­anna í gegn­um skúffu­fé­lög á Kýp­ur. Og þessi heiðurs­ræðismaður er nátt­úru­lega tengd­ur við Sam­herja og þá vænt­an­lega starf­sem­ina á Kýp­ur. Maður velt­ir þá fyr­ir sér þess­um milli­ríkja­sam­skipt­um, hvaða áhrif þetta hef­ur á þau,“ seg­ir Björn Leví.

„Sjö­undi liður­inn í aðgerðaráætl­un stjórn­valda vegna Sam­herja­máls­ins hét Aðgerðir er­lend­is. Þá velt­ir maður fyr­ir sér þegar maður sér svona mál koma upp í milli­ríkjaviðskipt­um [mál­efni Sam­herja], hvað Kýp­ur vill gera með að viðhalda svona ein­stak­lingi sem heiðurs­ræðismanni á Íslandi. Maður spyr sig einnig hvaða hjálp ríki geta þá veitt hverju öðru, um til dæm­is veit­ingu gagna og fleira, sem gætu gagn­ast við að varpa ljósi á eitt­hvað sem kannski fer miður.“

Sann­an­ir fyr­ir því sem var nú þegar vitað

Björn Leví seg­ir að nýj­ustu vend­ing­ar fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um Sam­herja, um­fjöll­un um sjálf­skipaða skæru­liða fyr­ir­tæk­is­ins, sanni það sem áður var vitað. 

„Þetta er svo upp­lýs­andi um allt sem maður vissi að væri í gangi, seg­ir Björn spurður um hvað skæru­liðahernaður Sam­herja þýði fyr­ir lýðræðis­hefð og um­hverfi fjöl­miðla á Íslandi. 

„En að sjá þetta svona skýrt og skil­merki­lega á prenti, set­ur það í annað sam­hengi. Þá eru þetta ekki bara gróu­sög­ur og sögu­sagn­ir leng­ur, þá er þetta orðið bara svart á hvítu. Svona er þetta og hvað er hægt að gera við því. Það er bara risa­stór spurn­ing sem nú þarf að svara.“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Beindi spjót­um sín­um að for­sæt­is­ráðherra

Björn Leví gerði Sam­herja að um­fjöll­un­ar­efni sínu í sér­stakri umræðu á Alþingi í dag um traust á stjórn­mál­um og stjórn­sýslu. Þar vitnaði hann í orð for­sæt­is­ráðherra, Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, um að ekki ætti að smætta kerf­is­læg­an vanda í ein­stök siðferðis­leg álita­mál.

Vand­inn er kerf­is­læg­ur og birt­ist okk­ur reglu­lega í ein­stök­um siðferðis­leg­um álita­efn­um eins og Sam­herja­mál­inu, Lands­rétt­ar­mál­inu, upp­reist æru, í Ásmund­ar­sal, í ráðningu ráðuneyt­is­stjóra, á Klaust­ur­bar, í Glitn­is­skjöl­un­um, Panama-skjöl­un­um og í fullt af öðrum ein­stök­um mál­um,“ sagði Björn Leví.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Því næst spurði hann Katrínu hvað ætti þá eig­in­lega að gera í þess­um ein­stöku álita­mál­um sem ein­mitt væru birt­ing­ar­mynd þess vanda sem hún sjálf benti á. 

Við því sagði Katrín í næstu ræðu:

„Á meðan við spól­um í sama far­inu með því að ræða alltaf bara ein­stök mál þá kom­umst við ekk­ert áfram, því að við þurf­um kerf­is­breyt­ing­ar til að ná raun­veru­leg­um ár­angri. Þess vegna setti ég niður hóp í upp­hafi þessa kjör­tíma­bils til að kanna heild­stætt hvaða þætt­ir hefðu áhrif á það traust sem al­menn­ing­ur ber til kjör­inna full­trúa og hand­hafa fram­kvæmd­ar­valds í land­inu. Það er flókið viðfangs­efni því að þetta er ekki vin­sælda­keppni, held­ur snýst þetta um traust innviðanna og traust und­ir­staðnanna í sam­fé­lagi okk­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina