Tímabært að endurskoða fjölmiðlalögin

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra tel­ur að það sé tíma­bært að end­ur­skoða fjöl­miðlalög­in. Hún seg­ir óá­sætt­an­legt og óeðli­legt að fyr­ir­tæki reyni að beita sér í kjöri inn­an Blaðamanna­fé­lags Íslands (BÍ).

Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði að það biði betri skoðunar.

Lilja Alfreðsdóttir, sagði málið bíða betri skoðun
Lilja Al­freðsdótt­ir, sagði málið bíða betri skoðun mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

Kjarn­inn og Stund­in full­yrða að Sam­herji hafi gert til­raun­ir til þess að hafa áhrif á for­manns­kjör Blaðamanna­fé­lags Íslands í von um að koma í veg fyr­ir að Sig­ríður Dögg Auðuns­dótt­ir, ný­kjör­inn formaður, yrði nýr formaður fé­lags­ins. Vísað er í upp­lýs­ing­ar úr sta­f­ræn­um sam­skipt­um nokk­urra starfs­manna Sam­herja.

„Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að mér finnst Sam­herji hafa gengið alltof langt. Bæði með aug­lýs­ing­um sem fyr­ir­tækið hef­ur verið að birta gagn­vart nafn­greind­um ein­stak­ling­um og fjöl­miðlamönn­um,“ sagði Katrín í sam­tali við mbl.is eft­ir fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag.

Hún seg­ir það óá­sætt­an­legt og óeðli­legt að fyr­ir­tæki geri til­raun til að beita sér í kjöri for­manns Blaðamanna­fé­lags­ins, hvað þá ef um er að ræða hug­mynd­ir um að beita sér inn­an stjórn­mála­flokka gagn­vart því hvernig þeir stilli upp lista. „Þá eru fyr­ir­tæki far­in langt fram yfir þau mörk sem við telj­um eðli­legt í sam­fé­lag­inu.“

Kallað hef­ur verið eft­ir að stjórn­völd móti spill­ing­ar­varn­ir, í fram­haldi af því sem fram hef­ur komið varðandi til­raun­ir Sam­herja. Aðspurð hvort henni þyki lík­legt að mál Sam­herja verði til umræðu á næsta rík­is­stjórn­ar­fundi seg­ir Katrín að um sé að ræða marg­háttuð mál, sem mörg lúti að fjöl­miðlalög­gjöf­inni.

„Það er kom­inn tími til að end­ur­skoða fjöl­miðlalög­in, bæði út frá stöðu blaðamanna en líka út frá of mikl­um sveigj­an­leika í tengsl­um við skoðana­aug­lýs­ing­ar. Nú erum við alltaf að herða regl­urn­ar um stjórn­mála­flokk­ana, hvað þeir megi og megi ekki gera, um leið erum við með opið reglu­verk um aðila sem birta þess­ar skoðana­aug­lýs­inga,“ seg­ir Katrín.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina