Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum 2021 hófst nú klukkan níu. Þá hefur einnig verið greint frá því að rapparinn Emmsjé Gauti stígi á svið á hátíðinni. Einnig munu Aldamótatónleikarnir fara fram þar en þar munu stíga á stokk Birgitta Haukdal, Magni Ásgeirsson, Hreimur Örn heimisson, Gunni Óla og Einar Ágúst Víðisson.
Hreimur samdi þjóðhátíðarlagið í ár en það ber titilinn Göngum í takt og fjallar um eftirvæntinguna sem kraumar innra með fólki þegar það gengur niður í dal, gegnum hliðið og heyrir drunurnar úr brekkunni þegar þúsundir fólks hafa þjappað sér saman og hátíðin er hafin.
Miðasala á þjóðhátíð fer fram á Dalurinn.is.