Jóhannes ræðir málefni Samherja við Þórhildi

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari. Mynd/Skjáskot úr Kastljósi

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, mun á morg­un mæta í spjall til Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­manns Pírata í út­send­ingu á veg­um flokks­ins. Í til­kynn­ingu frá þing­flokki Pírata kem­ur fram að Jó­hann­es muni þar sitja fyr­ir svör­um áhorf­enda sem munu geta sent inn spurn­ing­ar.

Jó­hann­es er fyrr­ver­andi starfsmaður Sam­herja í Namib­íu og lak gögn­um um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins þar í landi. Eft­ir um­fjöll­un­ina hófst meðal ann­ars rann­sókn yf­ir­valda í Namib­íu og hér heima á meint­um mútu­greiðslum fé­lags­ins vegna út­hlut­un­ar á kvóta í Namib­íu.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að Jó­hann­es muni meðal ann­ars ræða fyr­ir­tækið, fram­göngu þess og aðför gegn fjöl­miðlum o.fl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina