Hjálmar Örn fjárfestir í blakliði

Hjálmar Örn Jóhannesson heldur úti hlaðvarpinu Hæ Hæ - Ævintýri …
Hjálmar Örn Jóhannesson heldur úti hlaðvarpinu Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars. Ljósmynd/Aðsend

Hjálm­ar Örn Jó­hanns­son, sem hingað til hef­ur aðallega verið þekkt­ur fyr­ir grín og gleði, hef­ur fjár­fest í strand­blaksliði.

„Þess­ar stelp­ur eru geggjaðir af­reks­menn sem stefna á Ólymp­íu­leik­ana og til þess þurfa þær að taka þátt í alþjóðleg­um mót­um í allt sum­ar. Ég verð þeim til halds og trausts sem eig­andi liðsins og helsta klapp­stýr­an,“ seg­ir Hjálm­ar Örn. 

Þarna er hann að tala um strand­blakslið sem sam­an­stend­ur af landsliðskon­un­um Jónu Guðlaugu Vig­fús­dótt­ur, sem ný­verið vann allt sem hægt er að vinna í sænska blak­inu, og Thelmu Grét­ars­dótt­ir, sem þrátt fyr­ir ung­an ald­ur er margreynd­ur at­vinnumaður er­lend­is. Þær stelp­urn­ar ætla að láta draum­ana ræt­ast og stefna á þátt­töku á Ólymp­íu­leik­un­um en til þess þurfa þær að byrja að láta til sín taka á alþjóðleg­um mót­um í allt sum­ar.

Nóg komið af kló­sett­papp­írs­sölu

„Það er bara með öllu óþolandi að af­reksíþrótta­menn þurfi enda­laust að standa sjálf­ir í fjár­öfl­un og veseni til að kom­ast að keppa við þá bestu. Þú átt ekki að þurfa að selja kló­sett­papp­ír til fjöl­skyldu og vina sem dug­ar þeim til ára­tuga svo þú get­ir látið draum­ana ræt­ast. Það er tími til kom­inn að fólkið og fyr­ir­tæk­in í land­inu standi al­menni­lega við bakið á þess­um flottu fyr­ir­mynd­um og af­reks­fólki. Þau eiga það skilið,“ seg­ir hann. 

Myndi halda uppi góðri stemn­ingu í ólymp­íuþorp­inu

„Svo sé ég þetta líka auðvitað sem mögu­leika fyr­ir mig að taka þátt í Ólymp­íu­leik­um og ég ef­ast ekki um að ég yrði geggjaður fána­beri fyr­ir Íslands hönd í Par­ís 2024. Færi vel á því að sköll­ótt­ur fyrr­ver­andi vara­fyr­irliði Gróttu 1997 sæi um það djobb. Ég held að ég myndi líka halda upp góðri stemn­ingu á kvöld­in í ólymp­íuþorp­inu.“

Jóna og Thelma munu keppa á ít­ölsku strand­blaks­mótaröðinni í sum­ar og fara svo á þau alþjóðlegu mót sem standa til boða.

„Mér finnst þessi Ítal­íu­teng­ing líka geggjuð því ég átti einu sinni ít­alska kær­ustu sem hét Sa­brina og ég hef lengi haft hug á að stækka minn fylgj­enda­hóp á Ítal­íu.“

Hægt er að fylgj­ast með liðinu á In­sta­gram und­ir vigfus­dott­ir_gret­ars­dott­ir og svo er hægt að fylgj­ast með Hjálm­ari á hjalmarorn110.

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Grétarsdóttir.
Jóna Guðlaug Vig­fús­dótt­ir og Thelma Grét­ars­dótt­ir.
mbl.is