Prófkjörsfundur Sjálfstæðisflokks í Reykjavík

Fundurinn fer fram í Valhöll og hefst klukkan 17.
Fundurinn fer fram í Valhöll og hefst klukkan 17. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kynn­ing­ar­fund­ur fram­bjóðenda í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík fer fram í Val­höll klukk­an 17 í dag og er fund­in­um streymt hér að neðan. Að fund­in­um stend­ur Vörður, full­trúaráð flokks­ins í Reykja­vík.

Þrett­án gefa kost á sér í próf­kjör­inu og fær hver fram­bjóðandi fjór­ar mín­út­ur til að kynna sig. Að svo búnu gefst fund­ar­gest­um kost­ur á að spyrja fram­bjóðend­ur spurn­inga.

Próf­kjör Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík fer fram dag­ana 4. og 5. júní, en utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla er haf­in á skrif­stofu flokks­ins í Val­höll.

Fram­bjóðend­ur í próf­kjör­inu eru:

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra
Birg­ir Ármanns­son þingmaður
Birg­ir Örn Stein­gríms­son fram­kvæmda­stjóri
Brynj­ar Ní­els­son þingmaður
Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir aðstoðarmaður ut­an­rík­is­ráðherra
Friðjón R. Friðjóns­son fram­kvæmda­stjóri KOM
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra
Her­dís Anna Þor­valds­dótt­ir varaþingmaður
Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra
Ingi­björg H. Sverr­is­dótt­ir, eldri borg­ari og ferðaráðgjafi
Kjart­an Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri og fv. borg­ar­full­trúi
Sig­ríður Á. And­er­sen þingmaður
Þórður Kristjáns­son, fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­maður

mbl.is