Sigmar í framboð fyrir Viðreisn

Sigmar Guðmundsson.
Sigmar Guðmundsson. Ljósmynd/Aðsend

Sig­mar Guðmunds­son, fjöl­miðlamaður hjá RÚV, býður sig fram fyr­ir Viðreisn í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, leiðir fram­boðslista flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi en Sig­mar skip­ar annað sæti list­ans, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Sig­mar Guðmunds­son er þekkt­ur fyr­ir störf sín í fjöl­miðlum und­an­far­in þrjá­tíu ár en stíg­ur nú inn á hið póli­tíska svið í fyrsta sinn.

„Ég hef unnið í fjöl­miðlum í nærri 30 ár og fjallað mikið um póli­tík í mín­um störf­um. Það er því mjög spenn­andi fyr­ir mig að söðla um og vera virk­ur þátt­tak­andi í stjórn­mál­um þótt það verði vissu­lega erfitt að kveðja minn gamla vinnustað sem hef­ur gefið mér svo mikið. Mín­ar skoðanir fara vel sam­an við stefnu Viðreisn­ar, þar sem frjáls­lyndi er lyk­il­hug­tak, auk þess sem ég hef mikið álit á fólk­inu sem hef­ur borið uppi starfið þar. Flokk­ur­inn vill stokka upp göm­ul kerfi og setja al­manna­hags­muni fram­ar sér­hags­mun­um og ég hlakka til að leggja mín lóð á voga­skál­arn­ar í þeirri bar­áttu,“ seg­ir Sig­mar í til­kynn­ing­unni.

Frá vinstri: Rafn Helgason, Ástrós Rut Sigurðardóttir, Sigmar Guðmundsson, Þorgerður …
Frá vinstri: Rafn Helga­son, Ástrós Rut Sig­urðardótt­ir, Sig­mar Guðmunds­son, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Elín Anna Gísla­dótt­ir og Thom­as Möller. Ljós­mynd/​Aðsend

Elín Anna Gísla­dótt­ir verk­fræðing­ur skip­ar 3. sætið, Thom­as Möller, verk­fræðing­ur og ráðgjafi er í 4. sæti list­ans og Ástrós Rut Sig­urðardótt­ir þjón­ustu­full­trúi skip­ar 5. sæti. Þá er Rafn Helga­son, um­hverf­is- og auðlinda­fræðing­ur í 6. sæti list­ans.

„Ég er gríðarlega stolt af þess­um öfl­uga lista hjá okk­ur hér í Krag­an­um og er afar spennt fyr­ir næstu mánuðum í kosn­inga­bar­áttu með þess­um fjöl­breytta og skemmti­lega hópi,“ seg­ir Þor­gerður Katrín.

„Kom­andi kosn­ing­ar munu snú­ast um það hvernig sam­fé­lag við vilj­um byggja hér til framtíðar og það hvort al­manna­hags­mun­ir ráði þar för eða sér­hags­mun­ir. Áhersl­ur okk­ar í Viðreisn eru al­veg skýr­ar. Við setj­um al­manna­hags­muni fram­ar sér­hags­mun­um með frjáls­lyndi og jafn­rétti að leiðarljósi í bar­átt­unni fyr­ir rétt­látu sam­fé­lagi,“ seg­ir hún.

Fram­boðslisti Viðreisn­ar í Suðvest­ur­kör­dæmi:

  1. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar. Hafn­ar­fjörður
  2. Sig­mar Guðmunds­son fjöl­miðlamaður. Garðabær
  3. Elín Anna Gísla­dótt­ir verk­fræðing­ur. Mos­fells­bær
  4. Thom­as Möller, verk­fræðing­ur og ráðgjafi. Garðabær
  5. Ástrós Rut Sig­urðardótt­ir þjón­ustu­full­trúi. Hafn­ar­fjörður
  6. Rafn Helga­son, um­hverf­is- og auðlinda­fræðing­ur. Garðabær
  7. Ásta Sóllilja Sig­ur­björns­dótt­ir lögmaður. Kópa­vog­ur
  8. Jón Ingi Há­kon­ar­son bæj­ar­full­trúi. Hafn­ar­fjörður
  9. Sigrún Jóns­dótt­ir flug­freyja. Hafn­ar­fjörður
  10. Guðlaug­ur Krist­munds­son þjálf­ari. Garðabær
  11. Krist­ín Pét­urs­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi ráðgjafi. Hafn­ar­fjörður
  12. Ívar Lilliendahl lækn­ir. Mos­fells­bær
  13. Kristjana Þor­björg Jóns­dótt­ir sölu­full­trúi. Hafn­ar­fjörður
  14. Her­mund­ur Sig­urðsson raffræðing­ur. Hafn­ar­fjörður
  15. Soumia I Georgs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri. Kópa­vog­ur
  16. Þórólf­ur Heiðar Þor­steins­son lögmaður. Kópa­vog­ur
  17. Sig­ríður Sía Þórðardótt­ir for­stöðumaður. Kópa­vog­ur
  18. Jón Gunn­ars­son há­skóla­nemi. Garðabær
  19. Auðbjörg Ólafs­dótt­ir, yf­ir­maður sam­skipta. Hafn­ar­fjörður
  20. Páll Árni Jóns­son stjórn­ar­formaður. Seltjarn­ar­nes
  21. Stein­unn Ása Þor­valds­dótt­ir dag­skrár­gerðar­kona. Reykja­vík
  22. Magnús Ingi­bergs­son húsa­smíðameist­ari. Mos­fells­bær
  23. Þórey S Þóris­dótt­ir doktorsnemi. Hafn­ar­fjörður
  24. Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi. Álfta­nes
  25. Theo­dóra S Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi alþing­ismaður. Kópa­vog­ur
  26. Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi ráðherra. Reykja­vík
mbl.is

Bloggað um frétt­ina