Stefnumót á Ísafjarðardjúpi

Varðskip Landhelgisgæslunnar og sjómælingabáturinn Baldur mættust á Ísafjarðardjúpi.
Varðskip Landhelgisgæslunnar og sjómælingabáturinn Baldur mættust á Ísafjarðardjúpi. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Sérstakar aðstæður urðu þess valdandi að skip Landhelgisgæslunnar, varðskipin Týr og Þór og sjómælingabáturinn Baldur, mættust nýverið og sigldu hlið við hlið á Ísafjarðardjúpi.

Á vef Gæslunnar segir að skipin séu sjaldnast á sama tíma á sama stað nema þegar þau liggja bundin við bryggju í Reykjavík yfir jól eða á milli eftirlitsferða.

„Sérstakar aðstæður vegna mismunandi verkefna skipanna urðu til þess að varðskipin og sjómælingabáturinn Baldur mættust á Ísafjarðardjúpi og við það tilefni var tekin mynd af öllum flotanum. Áhöfnin á Tý var við eftirlitsstörf á miðunum, áhöfnin á Þór var í árlegu vitaverkefni í samstarfi við Vegagerðina og áhöfnin á Baldri var við mælingar í Djúpinu,“ segir þar. Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Tý, greip tækifærið og tók myndir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: