Töluverð viðskipti með bréf Síldarvinnslunnar

Viðskipti hófust með bréf í Síldarvinnslunni í dag og voru …
Viðskipti hófust með bréf í Síldarvinnslunni í dag og voru viðskiptin lífleg strax frá upphafi. Ljósmynd/Aðsend

Síld­ar­vinnsl­an hf. var hringd inn í kaup­höll­ina í dag við opn­un markaða og hóf­ust þá viðskipti með hluta­bréf fé­lags­ins. Klukk­an 10:10 höfðu verið gerð viðskipti fyr­ir 301 millj­ón króna.

Tölu­verð spurn var eft­ir bréf­um í fé­lag­inu í hluta­fjárút­boði í aðdrag­anda skrán­ing­ar fé­lags­ins á markað eða tvö­falt það magn hluta­bréfa sem var í boði.

mbl.is