Síldarvinnslan hf. var hringd inn í kauphöllina í dag við opnun markaða og hófust þá viðskipti með hlutabréf félagsins. Klukkan 10:10 höfðu verið gerð viðskipti fyrir 301 milljón króna.
Töluverð spurn var eftir bréfum í félaginu í hlutafjárútboði í aðdraganda skráningar félagsins á markað eða tvöfalt það magn hlutabréfa sem var í boði.