Góð veiði og hátt verð á strandveiðum

Vel hefur gengið hjá strandveiðimönnum í upphafi veiðitímabilsins.
Vel hefur gengið hjá strandveiðimönnum í upphafi veiðitímabilsins. mbl.is//Hafþór

Verð á óslægðum þorski hef­ur verið held­ur hátt að und­an­förn­um á fiski­mörkuðunum og hef­ur jafn­vel farið nokkuð yfir 370 krón­ur á kíló. Strand­veiðimenn hafi því fengið ágæt­is verð og hafa veiðar verið með besta móti og hafa þeir landað 2.030 tonn­um á ell­efu dög­um borið sam­an við 1.812 tonn á sama tíma­bili í fyrra.

Á fyrstu 12 strand­veiðidög­un­um var meðal­verð á markaði 271 krón­ur á kíló sem er 61 krón­um meira en á fyrstu 12 dög­um í fyrra, að því er fram kem­ur á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Hækk­un­in nem­ur því 29% milli ára.

Síðustu daga hef­ur hins veg­ar verð hald­ist hátt og jafn­vel hækkað nokkuð ef eitt­hvað er og var verð í gær 372 krón­ur á kíló. Miðað við 650 kílóa há­marks­afla á strand­veiðum get­ur dags­skammt­ur­inn hafa gefið allt að 241.800 krón­ur.

mbl.is