Verð á óslægðum þorski hefur verið heldur hátt að undanförnum á fiskimörkuðunum og hefur jafnvel farið nokkuð yfir 370 krónur á kíló. Strandveiðimenn hafi því fengið ágætis verð og hafa veiðar verið með besta móti og hafa þeir landað 2.030 tonnum á ellefu dögum borið saman við 1.812 tonn á sama tímabili í fyrra.
Á fyrstu 12 strandveiðidögunum var meðalverð á markaði 271 krónur á kíló sem er 61 krónum meira en á fyrstu 12 dögum í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. Hækkunin nemur því 29% milli ára.
Síðustu daga hefur hins vegar verð haldist hátt og jafnvel hækkað nokkuð ef eitthvað er og var verð í gær 372 krónur á kíló. Miðað við 650 kílóa hámarksafla á strandveiðum getur dagsskammturinn hafa gefið allt að 241.800 krónur.