Heiðruðu sex fyrir framlag til nýsköpunar

Fv. Eva Rún Michelsen, Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans, Þórdís Kolbrún …
Fv. Eva Rún Michelsen, Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra, Gísli Gíslason, Ásta Dís Óladóttir, Salóme Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Jens Árnason og Sigurður Pétursson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tíu ára af­mæli Íslenska sjáv­ar­klas­ans var fagnað við hátíðlega at­höfn í húsa­kynn­um þess að Grandag­arði í Reykja­vík síðdeg­is í dag. Þá voru sex heiðurð fyr­ir sitt fram­lag til ný­sköp­un­ar og var það Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, sem af­henti viður­kenn­ing­arn­ar. Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, ávarpaði gesti.

Gísli Gísla­son, fyrr­ver­andi hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna, hlaut sér­staka viður­kenn­ing fyr­ir for­ystu um upp­bygg­ingu klas­ans við Reykja­vík­ur­höfn, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu. „Hús sjáv­ar­klas­ans hef­ur stuðlað að marg­háttuðu sam­starfi ólíkra ein­stak­linga og fyr­ir­tækja og orðið vagga ný­sköp­un­ar í sjáv­ar­út­vegi. […] For­ysta og áhugi Gísla Gísla­son­ar og stjórn­ar Faxa­flóa­hafna skipti sköp­um um þann ár­ang­ur sem Hús sjáv­ar­klas­ans hef­ur náð,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir veitir Gísla Gíslasyni sérstaka viðurkenningu.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir veit­ir Gísla Gísla­syni sér­staka viður­kenn­ingu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fimm hlutu viður­kenn­ingu fyr­ir starf í þágu efl­ing­ar frum­kvöðla- og klasa­starf­semi hér­lend­is.

Hlaut Ásta Dís Óla­dótt­ir, dós­ent við viðskipta­deild Há­skóla Íslands, viður­kenn­ingu fyr­ir að efla sam­starf at­vinnu­lífs og Há­skóla Íslands. Eva Rún Michel­sen, stofn­andi Eld­stæðis­ins, hlaut viður­kenn­ingu fyr­ir að hafa komið á fót vett­vangi fyr­ir mat­væla­frum­kvöðla og Salóme Guðmunds­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Icelandic startups, fyr­ir for­ystu um upp­bygg­ingu á sprot­a­starf­semi.

Þá hlaut Sig­urður Pét­urs­son, frum­kvöðull og stofn­andi fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish, viður­kenn­ingu fyr­ir öt­ult frum­kvöðlastarf á sviði fisk­eld­is og fyr­ir að hvetja til víðtæks sam­starfs frum­kvöðla og iðnaðar og Vil­hjálm­ur Jens Árna­son, verk­efn­is­stjóri hjá Sjáv­ar­klas­an­um, fyr­ir starf sitt í þágu klasa­sam­starfs.

Létt var yfir gestum.
Létt var yfir gest­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Eva Rún Michelsen ánægð með sína viðurkenningu.
Eva Rún Michel­sen ánægð með sína viður­kenn­ingu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Vilhjálmur Jens Árnason hefur tekið þátt í uppbyggingu klasasamstarfsins frá …
Vil­hjálm­ur Jens Árna­son hef­ur tekið þátt í upp­bygg­ingu klasa­sam­starfs­ins frá upp­hafi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, hélt tölu.
Þór Sig­fús­son, stofn­andi Íslenska sjáv­ar­klas­ans, hélt tölu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son



mbl.is