Rithöfundasambandið fordæmir „ljóta aðför“

Fundurinn fordæmir tilraunir Samherja til að hafa áhrif á forystu …
Fundurinn fordæmir tilraunir Samherja til að hafa áhrif á forystu í Blaðamannafélagi Íslands og stjórnmálahreyfingum. mbl.is

Aðal­fund­ur Rit­höf­unda­sam­bands Íslands „for­dæm­ir þá ljótu aðför að mál- og tján­ing­ar­frelsi sem og æru rit­höf­unda og frétta­fólks sem op­in­ber­ast hef­ur síðustu daga í frétt­um af Sam­herja og þeim vinnu­brögðum sem þar eru stunduð“.

Þetta kem­ur fram í álykt­un sam­bands­ins en aðal­fund­ur­inn var hald­inn í gær.

„Það er með öllu ólíðandi að stundaðar séu of­sókn­ir, njósn­ir og skæru­hernaður gegn frétta­mönn­um, rit­höf­und­um og öðrum sem taka þátt í op­in­berri umræðu í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir í álykt­un­inni.

„Eitt af hlut­verk­um Rit­höf­unda­sam­bands Íslands er að standa vörð um tján­ing­ar­frelsið og verja frelsi og heiður rit­list­ar­inn­ar. Fé­lags­menn líta það því al­var­leg­um aug­um þegar stór­fyr­ir­tæki og stjórn­end­ur þess, sem hafa hagn­ast gríðarlega á því að nýta sam­eig­in­leg­ar auðlind­ir þjóðar­inn­ar, nota fé og mannauð til að ráðast gegn og gera til­raun­ir til að grafa und­an skrif­andi stétt­um, svo sem rit­höf­und­um og fjöl­miðlafólki, og þar með lýðræðinu sem grund­vall­ast á frjálsri og óheftri umræðu,“ seg­ir þar einnig.

Fund­ur­inn for­dæm­ir einnig til­raun­ir Sam­herja til að hafa áhrif á for­ystu í Blaðamanna­fé­lagi Íslands og stjórn­mála­hreyf­ing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina