Skilur eftir sig djúp sár á vinnumarkaði

Mörg störf töpuðust í ferðaþjónustu í tengslum við Covid-19.
Mörg störf töpuðust í ferðaþjónustu í tengslum við Covid-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyr­ir að efna­hags­leg­ur sam­drátt­ur reynd­ist minni en ótt­ast var í fyrstu skil­ur kór­ónu­veirukrepp­an eft­ir sig djúp sár á vinnu­markaði.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ) um ís­lensk­an vinnu­markað. Þar er að finna ít­ar­lega grein­ingu á áhrif­um Covid-19-far­ald­urs­ins á at­vinnu­líf og af­komu launa­fólks.

Hag­stof­an áætl­ar 6,6% sam­drátt á síðasta ári en ekki er langt síðan spáaðilar töldu lík­legt að sam­drátt­ur­inn yrði nær 8%. Þar skipti sköp­um sterk fjár­hags­staða heim­ila í aðdrag­anda krepp­unn­ar. Heim­il­in gátu viðhaldið út­gjöld­um, meðal ann­ars í gegn­um aukna skuld­setn­ingu, út­tekt sér­eign­ar­sparnaðar og úrræði á borð við frest­un lána­greiðslna, seg­ir í til­kynn­ingu vegna skýrsl­unn­ar.  

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ. Ljós­mynd/​mbl.is

„Þótt efna­hags­leg áhrif reynd­ust mild­ari en ótt­ast var í fyrstu end­ur­spegl­ar það ekki að fullu þær ham­far­ir sem riðu yfir vinnu­markaðinn. Fyr­ir ligg­ur að þau störf sem töpuðust voru að stærst­um hluta lág­launa­störf. Þannig voru þeir sem misstu störf í kjöl­far Covid-19 að jafnaði með um 26% lægri laun en aðrir full­vinn­andi ein­stak­ling­ar,“ seg­ir þar einnig.

„Það er ólíkt því sem gerðist í fjár­mála­hrun­inu 2008 þegar launa­sam­drátt­ur var mest­ur í tekju­hærri at­vinnu­grein­um. Tekju­fall at­vinnu­leit­enda var veru­legt, eða að jafnaði um 37% á fyrstu mánuðum at­vinnu­leys­is. Byrðar sam­drátt­ar­ins dreifðust þannig á smærri og viðkvæm­ari hópa en í öðrum ís­lensk­um krepp­um.“

mbl.is