„...það var ég sem átti hugmyndina“

Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni.
Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni.

Skip­stjór­inn Guðmund­ur Jóns­son er ekki raun­veru­leg­ur höf­und­ur grein­ar sem hann fékk birta und­ir sínu nafni í Kjarn­an­um síðasta haust. Páll Stein­gríms­son seg­ir sig og Þor­björn Þórðar­son hafa skrifað grein­ina í sam­ein­ingu.

Guðmund­ur Jóns­son, skip­stjóri hjá Sam­herja, sendi inn grein­ina „Hálf­kveðnar vís­ur Kjarn­ans“ til birt­ing­ar á síðum Kjarn­ans í byrj­un sept­em­ber í fyrra. Þetta kem­ur fram í nýrri grein á Kjarn­an­um og vís­ar þar í sam­skipta­gögn inn­an úr Sam­herja sem sýna fram á að Guðmund­ur, sem í dag er orðinn skip­stjóri á nýj­asta skip­inu í flota Sam­herja, Vil­helm Þor­steins­syni, skrifaði ekki um­rædda grein.

Höf­und­ar henn­ar, sam­kvæmt skip­stjór­an­um Páli Stein­gríms­syni, eru hann sjálf­ur og lögmaður­inn og al­manna­tengslaráðgjaf­inn Þor­björn Þórðar­son. Þetta kem­ur fram í spjallþræði á milli þeirra Páls og Örnu McClure, lög­manns Sam­herja.

„...það var ég sem átti hug­mynd­ina að þeirri grein og skrifaði hana með Þor­birni...“ sagði Páll við Örnu þegar þau ræddu um þátt­töku annarra skip­stjóra en Páls í að halda uppi vörn­um fyr­ir fyr­ir­tækið á op­in­ber­um vett­vangi. Arna minnt­ist þá á að Guðmund­ur hefði skrifað eina grein og það væri „meira en marg­ur“. Páll hélt því í kjöl­farið til haga að grein­in væri í reynd hans smíð og Þor­björns í sam­ein­ingu.

Um­fjöll­un Kjarn­ans í heild

mbl.is