Gott verð gleður á strandveiðum

Strand­veiðisjó­menn eru al­mennt ánægðir með fyrsta mánuð vertíðar­inn­ar, afla­brögð, gæft­ir og verðið fyr­ir fisk­inn, sem hef­ur verið mun hærra en í fyrra.

Það sem skygg­ir á og er áhyggju­efni, að sögn Arn­ar Páls­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, er hversu erfiðlega hef­ur gengið á suður­svæði frá Höfn í Borg­ar­nes.

Þegar einn veiðidag­ur er eft­ir í maí hafa rúm­lega 600 bát­ar fengið leyfi. Flest­ir eru með leyfi á A-svæði frá Arn­arstapa til Súðavík­ur, 239 tals­ins, og er afli í róðri að meðaltali 702 kíló. Á B-svæði frá Norðurf­irði til Greni­vík­ur eru 122 bát­ar, meðalafli í róðri 592 kíló. Á C-svæði frá Húsa­vík til Djúpa­vogs eru 92 bát­ar og meðalafli á dag 589 kíló. 151 er með leyfi á D-svæði og afli í róðri að meðaltali 494 kíló. Bát­ar eru bundn­ir sínu svæði og geta ekki leitað á önn­ur mið.

Örn seg­ir að að heilt yfir byrji strand­veiðitím­inn vel og mestu muni um gott verð fyr­ir hand­færaþorsk á mörkuðum. Meðal­verðið fyrstu 14 veiðidaga mánaðar­ins hafi verið 285 krón­ur fyr­ir kíló af óslægðu, en var á sama tíma í fyrra 201 króna, hækk­un á milli ára sé 42%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: