Listi VG í Suðurkjördæmi kynntur

Hólmfríður, Heiða Guðný og Sigrún Birna skipa þrjú efstu sæti …
Hólmfríður, Heiða Guðný og Sigrún Birna skipa þrjú efstu sæti listans. Ljósmynd/Aðsend

Hólm­fríður Árna­dótt­ir, skóla­stjóri í Suður­nesja­bæ, leiðir lista Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs í Suður­kjör­dæmi, en list­inn var samþykkt­ur á fjöl­sótt­um fundi á Hót­el Smára­túni í Fljóts­hlíð í dag.

Hólm­fríður sagði í ræðu á fund­in­um að nú þyrfti að halda á lofti góðum verk­um rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og byggja á þeim grunni sem lagður hef­ur verið. Verk­efn­in framund­an væru mörg og stór, mik­il­vægt væri að vinna gegn fá­tækt, kyn­bundnu of­beldi, mis­mun­un og at­vinnu­leysi í kjöl­far covid.

Frá þessu grein­ir hreyf­ing­in í til­kynn­ingu.

Ræddi stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar

Seg­ir þar að Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, vara­formaður VG og sér­stak­ur gest­ur fund­ar­ins, hafi tekið í sama streng og Hólm­fríður, minnt á þriggja þrepa skatt­kerfi og ýms­ar aðgerðir til jöfn­un­ar sem hrint hafi verið í fram­kvæmd í rík­is­stjórn und­ir for­ystu VG og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.

Guðmund­ur Ingi ræddi einnig stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, leng­ingu fæðing­ar­or­lofs, rétt­lát­ara heil­brigðis­kerfi og stór skref á vinnu­markaði. Þetta er grunn­ur sem við byggj­um á og seg­ir fólk­inu í land­inu hvert við vilj­um fara, sagði Guðmund­ur Ingi meðal ann­ars í ræðu sinni.

Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir, bóndi og sveit­ar­stjórn­ar­maður í Skaft­ár­tungu er í öðru sæti list­ans, Sigrún Birna Stein­ars­dótt­ir, formaður Ungra vinstri grænna frá Hornafirði, er í þriðja sæti og Rún­ar Gísla­son lög­regluþjónn er nýr inn í fjórða sæti list­ans. Helga Tryggva­dótt­ir, náms­ráðgjafi er í fimmta sæti. Ný stjórn kjör­dæm­is­ráðs Suður­kjör­dæm­is var kos­in á fund­in­um og var Val­geir Bjarna­son á Sel­fossi end­ur­kjör­inn formaður með lófa­taki.

Ari Trausti Guðmunds­son, sem sit­ur á þingi fyr­ir Vinstri græn, verm­ir heiðurs­sæti list­ans.

 List­inn:

  1. Hólm­fríður Árna­dótt­ir, skóla­stjóri
  2. Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir, bóndi og sveit­ar­stjórn­ar­maður
  3. Sigrún Birna Stein­ars­dótt­ir, formaður Ungra vinstri grænna
  4. Rún­ar Gísla­son, lög­reglumaður
  5. Helga Tryggva­dótt­ir, náms- og starfs­ráðgjafi
  6. Alm­ar Sig­urðsson, ferðaþjón­ustu­bóndi
  7. Anna Jóna Gunn­ars­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur
  8. Sig­urður Torfi Sig­urðsson, verk­efn­is­stjóri
  9. Pálína Ax­els­dótt­ir Njarðvík, fé­lags­sál­fræðing­ur
  10. Ásgeir Rún­ar Helga­son, lýðheilsu­fræðing­ur
  11. Linda Björk Pálma­dótt­ir, fé­lags­fræðing­ur
  12. Þor­steinn Krist­ins­son, kerf­is­fræðing­ur
  13. Hörður Þórðars­son, leigu­bíls­stjóri
  14. Val­gerður María Þor­steins­dótt­ir, nemi
  15. Guðmund­ur Ólafs­son, bóndi og vél­fræðing­ur
  16. Kjart­an Ágústs­son, bóndi og kenn­ari
  17. Gunn­hild­ur Þórðardótt­ir, mynd­list­armaður
  18. Linda Björk Kvar­an, kenn­ari og nátt­úru­fræðing­ur
  19. Sæmund­ur Helga­son, kenn­ari og sveit­ar­stjórn­ar­maður
  20. Ari Trausti Guðmunds­son, alþing­ismaður
mbl.is

Bloggað um frétt­ina