Smáfyrirtæki sæti sömu kröfum og Deutsche Bank

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í Silfrinu í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins í Silfrinu í dag. Skjáskot/Rúv

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins fagnaði því að stjórn­mál væru aft­ur til umræðu. Rík­is­stjórn­inni hefði liðið vel í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um þar sem hún hefði getað unnið í skjóli veirunn­ar og þannig laumað ýms­um mál­um í gegn sem ella hefðu valdið fjaðrafoki.

Þetta kom fram í Silfr­inu í morg­un, en Sig­mund­ur var þar gest­ur ásamt for­mönn­um allra flokka sem sæti eiga á þingi.

Formaður Miðflokks­ins beindi sjón­um sín­um svo að minni ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um sem hann sagði hafa setið á hak­an­um áður en kór­ónukrepp­an hófst. Þó svo úrræði rík­is­stjórn­ar­inn­ar í far­aldr­in­um hafi að mörgu leyti verið ágæt væru þau eins kon­ar deyfi­lyf sem frestuðu af­leiðing­un­um. Þá sagði hann allt of mikið eft­ir­lit haft með þeim.

Krist­inn Magnús­son

Lít­il fyr­ir­tæki neyðast til að ráða sér­fræðinga

„Það þarf að bæta rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja hérna til mik­illa muna. Sér­stak­lega litlu fyr­ir­tækj­anna. Nú er stöðugt verið að leggja á þau nýj­ar kvaðir, þær koma á færi­bandi og að miklu leyti frá Evr­ópu­sam­band­inu. Nú er staðan orðin sú að það er ekki hægt að reka lítið fyr­ir­æki á Íslandi öðru­vísi en að vera með sér­fræðinga í vinnu bara til þess að fást við kerfið. Smá­fyr­ir­tæki úti á landi á Íslandi þarf að upp­fylla kröf­ur sem eru hannaðar fyr­ir Deutsche Bank,“ sagði Sig­mund­ur í þætt­in­um.

Hann taldi fjár­mun­um sóað í að bregðast við eft­ir­liti, það væru fjár­mun­ir sem hægt væri að nýta í mannauð og fjár­fest­ing­ar. Mögu­legt væri að fram­kvæma nauðsyn­legt eft­ir­lit á miklu skil­virk­ari hátt en nú er gert.

mbl.is