Furðar sig á afsökunarbeiðni Samherja

Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ljósmynd/RÚV

Heiðar Örn Sig­urfinns­son, vara­f­rétta­stjóri Rík­is­út­varps­ins, furðar sig á yf­ir­lýs­ingu sem Sam­herji sendi frá sér í gær þar sem fyr­ir­tækið baðst af­sök­un­ar á fram­göngu sinni og þeim orðum sem starfs­menn hefðu viðhaft í tölvu­póst­sam­skipt­um.

Í færslu á Face­book skrif­ar Heiðar að þrennt stingi í stúf. Fyr­ir það fyrsta að af­sök­un­ar­beiðni sé ónafn­greind. „Sam­herji“ biðjist af­sök­un­ar, en ekki stjórn­end­ur sjálf­ir. Í öðru lagi þykir Heiðari ekki skýrt á hverju fyr­ir­tækið biðjist af­sök­un­ar.

Spyr hann hvort átt sé við mynd­bönd­in sem fyr­ir­tækið lét fram­leiða þar sem fjöl­miðlamenn voru sakaðir um skjalafals, „spæj­ar­ann“ sem elti Helga Selj­an á rönd­um, njósn­ir um fjöl­miðlamenn og lista­menn eða eitt­hvað allt annað.

Í þriðja lagi seg­ir Heiðar ekki skýrt hvern sé verið a biðja af­sök­un­ar.

Heiðar bend­ir á að for­stjóra Sam­herja hafi verið boðið að mæta í viðtal til Rík­is­út­varps­ins í gær til að skýra frá þessu, en hann hafi kosið að gera það ekki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina