Landhelgisgæslan vitjar vita

Varðskipið Þór við Hrólfsskersvita í Eyjafirði. Unnið var að viðhaldi …
Varðskipið Þór við Hrólfsskersvita í Eyjafirði. Unnið var að viðhaldi vitans í samstarfi við Vegagerðina. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Vítt og breitt um landið er að finna vita og sjómerki sem erfitt er að komast að. Þau sinna þó mikilvægu hlutverki í öryggi sjófarenda og er því nauðsynlegt að þessum innviðum sé haldið við.

Starfsmenn Vegagerðarinnar eru nú, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Þór, að sigla meðfram strandlengjunni í þeim tilgangi að sinna eftirliti með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að nálgast frá landi.

Í síðustu viku var unnið að viðhaldi á vitanum á Hrólfsskeri sem er í Eyjafirði, rétt norður af Hrísey, og hefur Landhelgisgæslan birt myndband sem Sævar Már Magnússon, bátsmaður á Þór, tók er veður var með besta móti.

Vitinn á Hrólfsskeri sinnir mikilvægu hlutverki.
Vitinn á Hrólfsskeri sinnir mikilvægu hlutverki. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is