140 þúsund tonn af makríl til íslenskra skipa

Samkvæmt reglugerð verður íslenskum skipum úthlutað veiðiheimildir sem nema 16,5% …
Samkvæmt reglugerð verður íslenskum skipum úthlutað veiðiheimildir sem nema 16,5% af ráðgjöf ICES. mbl.is/Árni Sæberg

Heim­ilaður mak­rílafli ís­lenskra skipa verður 140.627 tonn í ár, en Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð þess efn­is. Um er að ræða 16,5% af þeim heild­arafla sem samþykkt­ur hef­ur verið í Norðaust­ur-Atlanths­hafs­fisk­veiðinefnd­inni (NEAFC), að því er fram kem­ur á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Enn hef­ur ekki verið fund­in lausn í mak­ríl­deil­unni og er ljóst að gefn­ar verða út veiðiheim­ild­ir langt um­fram ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) sem hef­ur lagt til að ekki verði veitt um­fram 852 þúsund tonn.

Sex af sjö strand­ríkj­um hafa til­kynnt hvað þau hyggj­ast veiða og nem­ur það rúm­lega 1041,5 þúsund tonn­um, eða tæp­um 190 þúsund tonn­um um­fram ráðgjöf. Þá hyggj­ast Norðmenn veiða 298 þúsund tonn, Rúss­ar rúm 120 þúsund tonn, Bret­ar um 222 þúsund tonn, Evr­ópu­sam­bandið 200 þúsund tonn, Græn­lend­ing­ar 60 þúsund tonn og Íslend­ing­ar tæp­lega 141 þúsund tonn. Fær­ey­ing­ar hafa enn ekki gefið út hvað þeir hyggj­ast veiða af mak­ríl í sum­ar.

Í ljósi stöðunn­ar er fátt sem bend­ir til þess að lausn á deil­unni sé í sjón­máli en ákvörðun Norðmanna um 298 þúsund tonna veiðar hef­ur þegar hlotið tölu­verða gagn­rýni.

Upp­fært 02.06.21 klukk­an 09:00. Áður stóð að ESB hefði gefið út mak­ríl­kvóta sem nam rúm 100 þúsund tonn, en rétt er að um er að ræða 200 þúsund tonn. Frétt­in hef­ur verið leiðrétt með til­liti til þess.

mbl.is