Ekkert bendi til aflandstenginga í Kauphöllinni

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Skatta­skjól eru nýtt af fólki sem vill fela pen­ing­ana sína fyr­ir Skatt­in­um og láta aðra bera uppi við sinn hlut í vel­ferðar­kerf­inu,“ sagði Odd­ný Harðardótt­ir, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í sér­stakri umræðu um eign­ir Íslend­inga á af­l­ands­svæðum á Alþingi í dag.

Odd­ný var máls­hefj­andi umræðunn­ar og til svara var Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. 

Hún kallaði eft­ir svör­um við því hve stór hluti úr­vals­vísi­tölu Kaup­hall­ar­inn­ar er í eigu af­l­ands­fé­laga núna, vorið 2021, og hve stór hluti þeirra fé­laga er í eigu Íslend­inga.

Odd­ný vísaði í skýrslu starfs­hóps um eign­ir Íslend­inga á af­l­ands­svæðum og sagði: 

Ekki leik­ur vafi á því að skrán­ing eigna á af­l­ands- og lág­skatta­svæðum til þess að forðast eðli­leg skatt­skil og tryggja leynd er and­stæð hags­mun­um alls al­menn­ings og hef­ur í för með sér marg­vís­leg­an óbein­an skaða sem úti­lokað er að meta að fullu til fjár.

56% árið 2007

Í sömu skýrslu kom fram að í árs­lok 2007 voru 56% úr­vals­vísi­tölu Kaup­hall­ar­inn­ar í eigu af­l­ands­fé­laga.

Bjarni svaraði spurn­ingu Odd­nýj­ar þannig að hann hafi í aðdrag­anda umræðunn­ar óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um þessi mál frá Skatt­in­um.

„Í svar­inu kem­ur fram að ekk­ert bendi til af­l­and­steng­inga af hlut­höf­um þeirra tíu fé­laga sem mynda vísi­töl­una og ekki virðist um neitt beint eign­ar­hald í af­l­ands­fé­lög­um að ræða af þeim sök­um,“ sagði Bjarni. 

mbl.is