Tvö skip, Huginn og Kap frá Vestmannaeyjum, leituðu makríls í gær suður af Eyjum, en eftir hrygningu á vorin heldur makríllinn norður eftir Atlantshafi í ætisleit.
Líklegt er að fleiri skip haldi til makrílveiða upp úr sjómannadegi.
Eitt íslenskt skip, Hoffell frá Fáskrúðsfirði, var í gær á kolmunnamiðum austur af Færeyjum. Það sem af er ári hafa íslensku skipin landað tæplega 139 þúsund tonnum og eiga þá eftir að veiða 63 þúsund tonn í ár. Kraftur kemst væntanlega í kolmunnaveiðar að loknum veiðum á norsk-íslenskri síld í haust. aij@mbl.is