Leita að makríl sunnan Vestmannaeyja

Hoffell SU er á kolmunnaveiðum.
Hoffell SU er á kolmunnaveiðum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Tvö skip, Hug­inn og Kap frá Vest­manna­eyj­um, leituðu mak­ríls í gær suður af Eyj­um, en eft­ir hrygn­ingu á vor­in held­ur mak­ríll­inn norður eft­ir Atlants­hafi í æt­is­leit.

Lík­legt er að fleiri skip haldi til mak­ríl­veiða upp úr sjó­manna­degi.

Eitt ís­lenskt skip, Hof­fell frá Fá­skrúðsfirði, var í gær á kol­munnamiðum aust­ur af Fær­eyj­um. Það sem af er ári hafa ís­lensku skip­in landað tæp­lega 139 þúsund tonn­um og eiga þá eft­ir að veiða 63 þúsund tonn í ár. Kraft­ur kemst vænt­an­lega í kol­munna­veiðar að lokn­um veiðum á norsk-ís­lenskri síld í haust. aij@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: