Síldarvinnslan hagnast um 2,7 milljarða króna

Síldarvinnslan má þakka loðnuvertíð fyrir mun betri afkomu á fyrsta …
Síldarvinnslan má þakka loðnuvertíð fyrir mun betri afkomu á fyrsta ársfjórðungi nú en á sama tíma í fyrra. mbl.is

Tekjur Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi námu 6,7 milljörðum króna sé miðað við meðalgengi dollars á fjórðungnum (128,05). Tekjur fyrirtækisins á sama fjórðungi í fyrra námu 3,7 milljörðum. Hagnaður nam 2,7 milljörðum, samanborið við tæplega milljarðs tap á sama fjórðungi fyrra árs. Viðsnúninginn má fyrst og síðast þakka loðnuvertíð en engin slík var í fyrra.

Í lok marsmánaðar voru eignir Síldarvinnslunnar 77,2 milljarðar króna (miðað við gengi dollars í lok fjórðungsins, 126,31) og skuldir félagsins 32,3 milljarðar. Eigið fé þess er 44,9 milljarðar og eiginfjárhlutfallið 58%. Er þetta fyrsta ársfjórðungsuppgjör Síldarvinnslunnar sem birt er eftir að félagið var skráð á markað á fimmtudag í síðustu viku.

Í gær nam velta með bréf félagsins 161,8 milljónum króna og hækkaði gengi þeirra um 0,3%. Markaðsvirði félagsins í Kauphöll nemur nú 110,5 milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: