Síldarvinnslan hagnast um 2,7 milljarða króna

Síldarvinnslan má þakka loðnuvertíð fyrir mun betri afkomu á fyrsta …
Síldarvinnslan má þakka loðnuvertíð fyrir mun betri afkomu á fyrsta ársfjórðungi nú en á sama tíma í fyrra. mbl.is

Tekj­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar á fyrsta árs­fjórðungi námu 6,7 millj­örðum króna sé miðað við meðal­gengi doll­ars á fjórðungn­um (128,05). Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins á sama fjórðungi í fyrra námu 3,7 millj­örðum. Hagnaður nam 2,7 millj­örðum, sam­an­borið við tæp­lega millj­arðs tap á sama fjórðungi fyrra árs. Viðsnún­ing­inn má fyrst og síðast þakka loðnu­vertíð en eng­in slík var í fyrra.

Í lok mars­mánaðar voru eign­ir Síld­ar­vinnsl­unn­ar 77,2 millj­arðar króna (miðað við gengi doll­ars í lok fjórðungs­ins, 126,31) og skuld­ir fé­lags­ins 32,3 millj­arðar. Eigið fé þess er 44,9 millj­arðar og eig­in­fjár­hlut­fallið 58%. Er þetta fyrsta árs­fjórðungs­upp­gjör Síld­ar­vinnsl­unn­ar sem birt er eft­ir að fé­lagið var skráð á markað á fimmtu­dag í síðustu viku.

Í gær nam velta með bréf fé­lags­ins 161,8 millj­ón­um króna og hækkaði gengi þeirra um 0,3%. Markaðsvirði fé­lags­ins í Kaup­höll nem­ur nú 110,5 millj­örðum króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: