Þykir bréfið til Lilju stórfurðulegt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ist undr­andi á bréfi sem Lilju Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, barst frá lög­manni á veg­um Sam­herja. 

Í bréf­inu var óskað skýr­inga á um­mæl­um sem Lilja lét falla í ræðustól Alþing­is um Sam­herja og RÚV. Sér­stak­lega var vísað til stuðnings­yf­ir­lýs­ing­ar henn­ar í garð Rík­is­út­varps­ins og full­yrðingu um að Sam­herji hefði gengið „of langt“. Kjarn­inn birti bréfið í gær.

Bréfið er dag­sett 27. apríl en þann 30. maí baðst stjórn Sam­herja af­sök­un­ar á viðbrögðum sín­um við fréttaum­fjöll­un og sagðist hafa gengið of langt. 

Stórfurðulegt að senda slíkt bréf til þing­manns

„Mér finnst þetta bara stórfurðulegt, þing­menn tjá sín­ar skoðanir hér og hafa fullt frelsi til þess og mér finnst bara stórfurðulegt að senda slíkt bréf til þing­manns. Hún hef­ur auðvitað fullt frelsi til að sjá sín­ar skoðanir. Þannig að mér finnst þetta væg­ast sagt und­ar­legt," sagði for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við blaðamann mbl.is eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í dag.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hef­ur brýnni mál­um að sinna

Í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn frétta­stofu RÚV greindi Lilja frá því að hún hefði ekki svarað bréf­inu enda haft brýnni mál­um að sinna. Hún sagði orð henn­ar skýra sig sjálf og benti á að alþing­is­menn njóti þing­helgi. Lilja seg­ist líta svo á að mál­inu sé lokið af sinni hálfu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina