356 þúsund tonn umfram vísindalega ráðgjöf

Makrílveiðar strandríkjanna munu fara rækilega fram úr ráðgjöf ICES, eða …
Makrílveiðar strandríkjanna munu fara rækilega fram úr ráðgjöf ICES, eða um 42%. mbl.is/Árni Sæberg

Fær­eysk yf­ir­völd til­kynntu í gær­kvöldi hver mak­ríl­kvóti fær­eyskra skipa yrði í ár og nem­ur hann 167 þúsund tonn­um. Með ákvörðun­inni er orðið ljóst að strand­rík­in hyggj­ast veiða tæp 42% eða 357 þúsund tonn um­fram vís­inda­lega ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar (ICES).

Eins og kom fram í um­fjöll­un 200 mílna í gær var sam­an­lagt magn þeirra sex af sjö ríkj­um sem höfðu til­kynnt um veiðar sín­ar þegar komið í rúm millj­ón tonn, en ráðgjöf ICES er að ekki verði veitt meira en 852 þúsund tonn. Það var því ljóst að farið yrði ræki­lega um­fram ráðgjöf áður en Fær­ey­ing­ar til­kynntu mak­ríl­kvóta sinn.

Sam­an­lagt hafa strand­rík­in til­kynnt um veiðar á 1.208 þúsund tonn­um af mak­ríl í ár.

Á meðan hlut­deild Íslend­inga er áætluð 16,5% af ráðgjöf ICES sem er í takti við þróun síðustu ára, hafa Fær­ey­ing­ar og Norðmenn aukið kvóta sinn um 55% milli ára.

mbl.is