Breski ilmvatnsframleiðandinn Creed Fragrances blés til tónleika í beinu streymi í gærkvöldi í íslenskri náttúru og var viðburðinn vel auglýstur af erlendum áhrifavöldum í snyrtibransanum.
Ástæðan var kynning á nýjum rakspíra frá Viking-línunni sem fyrirtækið framleiðir og á að vera tákn um þrautseigju og drifkraft í anda víkinga. Hundrað millilítra flaska af rakspíranum kostar 60 þúsund krónur og þið getið fjárfest í ilminum hér.
Á tónleikunum komu fram íslenska tónlistarfólkið Gusgusar, Logi Pedro & Yung Karin og Júníus Meyvant og voru tónleikarnir sýndir í beinni útsendingu í streymi á heimasíðu breska ilmvatnsframleiðandans og á Youtube. Upptaka af tónleikunum fylgir neðst í fréttinni.
Margir erlendir áhrifavaldar auglýstu viðburðinn á Instagram og fengu senda sérútbúna kassa frá Creed Fragrances sem innihélt meðal annars íslenskar vörur en þar var að finna tvo bjóra frá Einstök, mittistösku frá 66°Norður, bræddan ost frá Lava Cheese og súkkulaði frá Omnom.
New York-ljósmyndarinn Alicia Mara var á staðnum og náði æðislegum myndum af viðburðinum.