Hættu við að fella breytingatillögu Jóns

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Skondið at­vik átti sér stað í þingsal Alþing­is í dag þegar greiða átti at­kvæði um breyt­inga­til­lögu frá Jóni Þór Ólafs­syni þing­manni Pírata og for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is.

    Þegar að at­kvæðagreiðslunni kom tóku stjórn­ar­liðar að greiða at­kvæði gegn breyt­inga­til­lög­unni, sem var í nafni Jóns Þórs, sem var fram­sögumaður máls­ins. 

    Jón Þór óskaði eft­ir að fá að skýra at­kvæði sitt og út­skýrði að til­lag­an væri gerð að ósk dóms­málaráðuneyt­is­ins og að ein­ung­is væri um ör­litla orðalags­breyt­ingu að ræða. 

    Á meðan Jón út­skýrði þetta tóku at­kvæðagreiðslu­ljós þing­manna að breyt­ast í græn, sem fyr­ir voru rauð. 

    Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Pírata, kom einnig upp í at­kvæðaskýr­ingu og vakti á því at­hygli að stjórn­arþing­menn virt­ust ein­ung­is hafa greitt at­kvæði gegn til­lög­unni þar sem hún kom frá Jóni. 

    Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
    Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
    mbl.is