Seðlabankastjóri fékk bréf frá Samherja

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Arnþór Birkisson

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri fékk bréf frá aðilum tengd­um Sam­herja í kjöl­far viðtals hans við Stund­ina í apríl. Þessu greindi Kjarn­inn frá í dag.

Í viðtal­inu sagði Ásgeir Íslandi að miklu leyti stjórnað af hags­muna­öfl­um og kallaði eft­ir auk­inni vernd fyr­ir starfs­menn eft­ir­lits­stofn­ana. Hann harmaði það að fimm starfs­menn Seðlabank­ans hefðu verið kærðir til lög­reglu eft­ir rann­sókn Seðlabank­ans á gjald­eyrisviðskipt­um Sam­herja.

Efni bréfs­ins ekki op­in­berað

Í svari Seðlabank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kom fram að bréf hefði borist en að efni þess væri trúnaðar­mál. Þar væri um að ræða sam­skipti milli Seðlabanka Íslands og þriðja aðila sem þyrfti dóms­úrsk­urð eða laga­boð til að bank­an­um yrði gert að láta af hendi. Kjarn­inn hef­ur kært þessa ákvörðun til úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina