Segja mikilvægt að Samherji axli ábyrgð

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segir stefnu um samfélagslega ábyrgð vera …
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segir stefnu um samfélagslega ábyrgð vera til þess fallna að beina Samherja inn á rétta braut. mbl.is

„Við[ur]kennt var að vikið var af braut,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem Sam­tök fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafa birt á vef sín­um í tengsl­um við um­fjöll­un fjöl­miðla um mál Sam­herja. Telja sam­tök­in „mik­il­vægt að fyr­ir­tækið axli ábyrgð á eig­in ákvörðunum og at­höfn­um, stuðli að gagn­sæj­um starfs­hátt­um og góðum sam­skipt­um.“

Til­efni yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar er af­sök­un­ar­beiðni sem birt var á vef Sam­herja 30. maí.

Þá seg­ir að afstaða sam­tak­anna vegna mála fyr­ritæk­is­ins hafi verið „af­drátt­ar­laus“ og er vísað til fyrri yf­ir­lýs­inga frá 14. og 19. nóv­em­ber 2019. „SFS gera þá kröfu að fé­lags­menn fylgi lög­um, bæði hér heima og er­lend­is, og viðhafi góða viðskipta- og stjórn­ar­hætti.“

Þá er bent á að fyr­ir­tæki sem eiga aðild að sam­tök­un­um hafi mótað stefnu um sam­fé­lags­ábyrgð sem grund­vall­ast á heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bæra þróun. „Ein­stak­ar ákv­arðanir fyr­ir­tækja geta gengið gegn því sem kveðið er á um í stefnu um sam­fé­lags­ábyrgð. Það er ekki ætl­un­in að SFS refsi hlutaðeig­andi fyr­ir­tæki. Þvert á móti. Í slík­um aðstæðum er stefn­an ein­mitt mjög mik­il­væg – hún er leiðarljós fyr­ir­tækja aft­ur inn á rétta braut,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is