Athugasemdirnar komu á óvart

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra og fram­bjóðandi í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík seg­ir að það hafi komið sér á óvart að at­huga­semd­ir hefðu verið lagðar fram um fram­kvæmd fram­boðs henn­ar. Að öðru leyti vilji hún ekki tak­ast á við sam­starfs­fé­laga mína í fjöl­miðlum.“

Yfir­kjör­stjórn Varðar, full­trúaráðs Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, komst að þeirri niður­stöðu nú fyr­ir skömmu að fram­boðið hefði ekki brotið gegn próf­kjörs­regl­um flokks­ins. 

Lögðu fram form­lega at­huga­semd

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son og Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir lögðu fyrr í dag fram form­lega at­huga­semd til yfir­kjör­stjórn­ar Varðar, full­trúaráðs Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, vegna gruns um að Magnús Sig­ur­björns­son, bróðir Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, hefði nýtt aðgang sem hann hafði að flokk­skrá Sjálfs­stæðis­flokks­ins í þágu próf­kjörs­bar­áttu henn­ar. 

Guðlaug­ur Þór og Áslaug Arna bjóða sig bæði fram í 1. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík sem fram fer um helg­ina en Diljá Mist býður sig fram í það þriðja. 

Í úr­sk­urði yfir­kjör­stjórn­ar­inn­ar kem­ur fram að Magnús hafi haft aðgang að flokk­skrá Sjálf­stæðis­flokks­ins vegna verk­efna sem hann vann fyr­ir flokk­inn. Yfir­kjör­stjórn hafi farið yfir inn­skrán­ing­ar Magnús­ar í flokks­skrá og síðasta inn­skrán­ing hans hafi verið þann 10. maí. Var sú inn­skrán­ing að beiðni starfs­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins vegna verk­efn­is sem Magnús vann að, seg­ir í úr­sk­urðinum. 

Yf­ir­lýs­ing Áslaug­ar í heild sinni: 

„Yfir­kjör­stjórn hef­ur staðfest að kvört­un­in var ekki á rök­um reist, enda kom það mér á óvart að hún væri lögð fram. Að öðru leyti ætla ég ekki að tak­ast á við sam­starfs­fé­laga mína í fjöl­miðlum.

Próf­kjörs­bar­átt­an hef­ur verið skemmti­leg og já­kvæð og ég finn fyr­ir mikl­um áhuga fólks á öll­um aldri.

Ég vona að sem flest­ir taki þátt í próf­kjör­inu, enda gefst fólki þar kost­ur að hafa áhrif á upp­röðun lista."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina