Ekki brotið gegn reglum flokksins

Valhöll.
Valhöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Yfir­kjör­stjórn Varðar, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að fram­boð Áslaug­ar Örnu hafi ekki brotið gegn próf­kjörs­regl­um flokks­ins um jafn­an aðgang að gögn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins. 

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son og Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir lögðu fyrr í dag fram form­lega at­huga­semd til yfir­kjör­stjórn­ar vegna gruns um að Magnús Sig­ur­björns­son, bróðir Áslaug­ar Örnu, hefði nýtt aðgang sem hann hafði að flokk­sskrá Sjálfs­tæðis­flokks­ins í þágu próf­kjörs­bar­áttu henn­ar.

Í úr­sk­urði yfir­kjör­stjórn­ar­inn­ar kem­ur fram að Magnús hafi haft aðgang að flokks­skrá Sjálf­stæðis­flokks­ins vegna verk­efna sem hann vann fyr­ir flokk­inn. Yfir­kjör­stjórn hafi farið yfir inn­skrán­ing­ar Magnús­ar í flokks­skrá og síðasta inn­skrán­ing hans hafi verið hinn 10. maí. Var sú inn­skrán­ing að beiðni starfs­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins vegna verk­efn­is sem Magnús vann að.

Yfir­kjör­stjórn mun ekki aðhaf­ast frek­ar

Kjör­skrá var af­hent fram­bjóðend­um hinn 18. maí, en at­huga­semd­ir Guðlaugs og Diljár lutu að því hvort Magnús hefði nýtt aðgang að flokks­skránni til að nálg­ast upp­færsl­ur á kjör­skránni og ít­ar­legri upp­lýs­ing­ar um flokks­menn eft­ir þann tíma. 

„Í ljósi fram­an­greinds er það niðurstaða yfir­kjör­stjórn­ar að at­huga­semd­irn­ar eigi ekki við rök að styðjast og ekki hafi verið brotið gegn ákvæðum 2. mgr. 4. gr. próf­kjörs­reglna um jafn­an aðgang að gögn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir í úr­sk­urðinum.

„Yfir­kjör­stjórn Varðar mun ekki aðhaf­ast frek­ar vegna at­huga­semda fram­boða Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar og Diljár Mist­ar Ein­ars­dótt­ur.“

mbl.is