Gera athugasemdir vegna prófkjörsins

Guðlaugur Þór Þórðarsson.
Guðlaugur Þór Þórðarsson. mbl.is/Haraldur Guðjónsson Torst

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son og Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir hafa lagt fram form­lega at­huga­semd vegna gruns um að Magnús Sig­ur­björns­son, bróðir Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, hafi nýtt aðgang sem hann hafði að flokk­skrá Sjálfs­stæðis­flokks­ins í þágu próf­kjörs­bar­áttu syst­ur sinn­ar.

Guðlaug­ur Þór og Áslaug bjóða sig bæði fram í fyrsta sæti í próf­kjöri flokks­ins í Reykja­vík sem fram fer nú um helg­ina. Um er að ræða sam­eig­in­lega kvört­un Guðlaugs og Diljá­ar, sem er einnig í fram­boði í próf­kjör­inu og er aðstoðarmaður Guðlaugs í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Ná­kvæm­ar og upp­færðar upp­lýs­ing­ar um flokks­menn

„Í ljós hef­ur komið að Magnús Sig­ur­björns­son bróðir Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur fram­bjóðenda í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins og kosn­inga­stjóri hafði aðgang að flokks­skrá Sjálf­stæðis­flokks­ins, það er ná­kvæm­ar og stöðugt upp­færðar upp­lýs­ing­ar um flokks­menn eft­ir að fram­boðsfrest­ur í próf­kjör­inu rann út," seg­ir í at­huga­semd­inni, sem fyrst var sagt frá á vef Frétta­blaðsins.

„Skrif­stofa Sjálf­stæðis­flokks­ins aðhafðist ekk­ert í mál­inu fyrr en umboðsmaður fram­boðsins óskaði eft­ir upp­lýs­ing­um um hvaða aðilar hefðu aðgang að flokk­skránni mánu­dag­inn 31. maí."

Starfs­menn flokks­ins sögðust ætla að skoða málið og staðfestu loks við umboðsmann fram­boðsins að Magnús hafði aðgang að skránni. Staðfest var að aðgang­in­um hafi verið lokað sím­leiðis þann 1. júní 2021." 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra. mb.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Yf­ir­lýs­ing fram­boðs Guðlaugs 

„Vegna um­fjöll­un­ar fjöl­miðla um at­huga­semd­ir við fram­kvæmd próf­kjörs þá er það rétt að at­huga­semd­um hef­ur verið komið á fram­færi til yfir­kjör­stjórn­ar og hún mun fara yfir það mál í sam­starfi við fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Það er rétt­ur far­veg­ur fyr­ir málið," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá fram­boði Guðlaugs Þórs. 

mbl.is