Tekið vel á móti Berki í Neskaupstað

Nýr Börkur kom til Norðfjarðar í dag.
Nýr Börkur kom til Norðfjarðar í dag. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Þorgeir

Nýr Börk­ur, ný­smíði Síld­ar­vinnsl­unn­ar, kom í fyrsta sinn til heima­hafn­ar í Nes­kaupstað í há­deg­inu í dag. Var hann í fylgd Beit­is NK og sigldu skip­in um Norðfjörð og þeyttu skips­flaut­urn­ar. Veður var með besta móti og fylgd­ist fjöldi fólks með komu skips­ins. Þá var hægt að fylgj­ast með komu skips­ins í beinni út­send­ingu.

„Það eru ávallt tíma­mót þegar tekið er á móti nýju skipi, en síðasta nýsmiði sem Síld­ar­vinnsl­an festi kaup á var rækju­frysti­tog­ar­inn Blæng­ur sem kom í fyrsta sinn til hafn­ar í Nes­kaupstað árið 1993,“ seg­ir á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Skipið mun form­lega fá nafn sitt við hátíðlega at­höfn á sjó­mannadag­inn 6. júní.

mbl.is