Coolbet telur Áslaugu líklegri

Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Bæði sækjast þau …
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Bæði sækjast þau eftir að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Samsett mynd

Stuðlarn­ir hjá veðbank­an­um Cool­bet í próf­kjöri sjálf­stæðismanna í Reykja­vík eru Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur í hag. Hún etur kappi við Guðlaug Þór Þórðar­son, nú­ver­andi odd­vita í Reykja­vík. 

Veðmálið var sett í loftið í há­deg­inu í gær og voru stuðlarn­ir þá nokkuð jafn­ir, lít­il­lega Áslaugu í hag. 

Stuðlarnir í hádeginu í gær.
Stuðlarn­ir í há­deg­inu í gær. Skjá­skot

Í dag hafa stuðlarn­ir á sig­ur Áslaug­ar lækkað og Guðlaugs hækkað. Cool­bet tel­ur því lík­legra að Áslaug muni bera sig­ur úr být­um í ein­víg­inu. 

Stuðlar á sigur Áslaugar hafa lækkað frá því í gær.
Stuðlar á sig­ur Áslaug­ar hafa lækkað frá því í gær. Skjá­skot
mbl.is