Ný stjórnarskrá og ESB-aðild áherslumál

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þess vegna vill Sam­fylk­ing­in nýja stjórn­ar­skrá með skýru auðlinda­ákvæði. Og sætt­ir sig við ekk­ert minna!“ sagði Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á flokks­stjórn­ar­fundi flokks­ins sem hald­inn er á Hilt­on Reykja­vík Nordica sem stend­ur.

Fund­ur­inn hófst klukk­an 13 í dag og er sá fyrsti þar sem flokks­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar koma sam­an frá því fyr­ir heims­far­ald­ur Covid-19. 

Á dag­skrá fund­ar­ins er meðal ann­ars að samþykkja fram­boðslista flokks­ins í öll­um kjör­dæm­um fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar í haust. 

Yf­ir­skrift fund­ar­ins er Lyk­ill­inn að framtíðinni og er sjón­um sér­stak­lega beint að vanda og verk­efn­um á sviði hús­næðis- og fjöl­skyldu­mála er kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

Ójöfnuður sést ekki alltaf utan á fólki

Logi setti tón­inn fyr­ir kom­andi kosn­inga­bar­áttu og varð tíðrætt um mis­skipt­ingu auðs og áhrif kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins í því sam­bandi.

Og ójöfnuður þrífst víða en sést ekki alltaf utan á fólki. Sú staðreynd að þrítug­ir ís­lensk­ir karl­menn, með lægst mennt­un­arstig, geti vænst þess að lifa nærri fimm árum skem­ur en best menntuðu kyn­bræður þeirra ætti að vekja okk­ur til um­hugs­un­ar og hvetja okk­ur til aðgerða í heil­brigðismál­um og að bæta aðstæður fólks víða á vinnu­markaðnum.

Bilið milli mennt­un­ar­hópa virðist vera að aukast hér á landi þegar lífs­lík­ur eru skoðaðar,“ sagði Logi. 

Logi sagði Sam­fylk­ing­una vilja hækka greiðslur og draga úr hindr­un­um og skerðing­um fatlaðra og aldraðra.

Þá sagði Logi góðan ár­ang­ur Íslands í bólu­setn­ing­um ekki síst Evr­ópu­sam­band­inu að þakka. 

Þess vegna vill Sam­fylk­ing­in alþjóðasam­starf aft­ur í önd­vegi. Og kveikja að nýju í Evr­ópu­hug­sjón­inni með því að gefa þjóðinni val um fram­hald aðild­ar­viðræðna,“ sagði Logi.

Stefna að R-lista stjórn

Logi sagði mik­il­vægt að greiða veg­inn fyr­ir nýja rík­is­stjórn. 

„Sem bet­ur fer sjá­um við í könn­un­um mögu­leika á þess kon­ar stjórn. Stjórn sem Sam­fylk­ing­in get­ur haft for­göngu um að mynda. Það má kalla það Reykja­vík­ur­mód­elið, R-lista-kon­septið eða græna fé­lags­hyggju­stjórn.

Kæru vin­ir, það er þannig stjórn sem við skul­um mynda eft­ir kosn­ing­arn­ar í haust, og það eru sterk­ar lík­ur á að tak­ist, en það er okk­ar allra hér inni að sigla því í höfn,“ sagði Logi að lok­um og hvatti flokks­menn sína til dáða.

mbl.is