Ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna Samherja

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flokks­stjórn­ar­fund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar skor­ar á rík­is­stjórn­ina að grípa til raun­veru­legra aðgerða í ljósi af­hjúp­ana í Sam­herja­mál­inu.

Fund­ur­inn, sem var hald­inn á Hilt­on hót­eli Reykja­vík í dag, álykt­ar að fram­ganga Sam­herja gagn­vart kjörn­um full­trú­um, stjórn­mála­mönn­um, fjöl­miðlafólki og öðrum sem fyr­ir­tækið tel­ur til and­stæðinga sinna, sé óafsak­an­leg.

Ættu að skamm­ast sín

„Frek­ar en að gefa út inni­haldsrýra af­sök­un­ar­beiðni ættu stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins að skamm­ast sín fyr­ir fram­göngu starfs­fólks sem fylg­ist með ferðum fjöl­miðlafólks, reyn­ir að hafa áhrif á lýðræðis­legt val í stjórn Blaðamanna­fé­lags­ins og á fram­boðslista hjá stjórn­mála­flokk­um, og vand­ar um fyr­ir ráðherr­um og þing­mönn­um sem nýta stjórn­ar­skrár­var­inn rétt sinn á Alþingi,“ seg­ir í álykt­un­inni.

„Hjá Sam­herja starfar fjöldi harðdug­legs fólks, fyr­ir­tækið hef­ur skapað mik­il verðmæti úr þeim auðlind­um sem það hef­ur öðlast rétt til að nýta og út­vegað mörg­um störf við veiðar og vinnslu víða um land. Hins veg­ar skort­ir fyr­ir­tækið og stjórn­end­ur þess alla auðmýkt gagn­vart því að það er þjóðin sjálf sem er eig­andi auðlind­ar­inn­ar sem fyr­ir­tækið hef­ur fengið að hag­nýta,” seg­ir einnig í álykt­un­inni.

Fram kem­ur að fund­ur­inn skor­ar á rík­is­stjórn­ina að beita sér fyr­ir því að bund­in verði í lög vernd fyr­ir fjöl­miðlafólk sem verði fyr­ir árás­um af hálfu stór­fyr­ir­tækja og að sams kon­ar lög verði sett um starfs­fólk eft­ir­lits­stofn­ana. Sam­fylk­ing­in tel­ur einnig löngu tíma­bært að rétt­mætt eign­ar­hald þjóðar­inn­ar á sjáv­ar­auðlind­inni verði bundið í stjórn­ar­skrá. 

Samfylkingin vill að ríkisstjórnin grípi til aðgerða.
Sam­fylk­ing­in vill að rík­is­stjórn­in grípi til aðgerða. mbl.is

Álykt­un­in í heild sinni:

„Flokks­stjórn­ar­fund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hald­inn á Hilt­on Hót­eli Reykja­vík 5. júní 2021, skor­ar á rík­is­stjórn­ina að grípa til raun­veru­legra aðgerða í ljósi af­hjúp­ana í Sam­herja­mál­inu.

Fund­ur­inn álykt­ar að fram­ganga Sam­herja gagn­vart kjörn­um full­trú­um, stjórn­mála­mönn­um, fjöl­miðlafólki og öðrum sem fyr­ir­tækið tel­ur til and­stæðinga sinna, sé óafsak­an­leg. Frek­ar en að gefa út inni­haldsrýra af­sök­un­ar­beiðni ættu stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins að skamm­ast sín fyr­ir fram­göngu starfs­fólks sem fylg­ist með ferðum fjöl­miðlafólks, reyn­ir að hafa áhrif á lýðræðis­legt val í stjórn Blaðamanna­fé­lags­ins og á fram­boðslista hjá stjórn­mála­flokk­um, og vand­ar um fyr­ir ráðherr­um og þing­mönn­um sem nýta stjórn­ar­skrár­var­inn rétt sinn á Alþingi.

Hjá Sam­herja starfar fjöldi harðdug­legs fólks, fyr­ir­tækið hef­ur skapað mik­il verðmæti úr þeim auðlind­um sem það hef­ur öðlast rétt til að nýta og út­vegað mörg­um störf við veiðar og vinnslu víða um land. Hins veg­ar skort­ir fyr­ir­tækið og stjórn­end­ur þess alla auðmýkt gagn­vart því að það er þjóðin sjálf sem er eig­andi auðlind­ar­inn­ar sem fyr­ir­tækið hef­ur fengið að hag­nýta.

Fyr­ir­tæki verða að starfa í sátt við sam­fé­lög, fylgja lög­um og regl­um og greiða fullt gjald til eig­and­ans fyr­ir nýt­ing­una. Komi upp grun­ur um lög­brot af hálfu svo um­svifa­mik­illa fyr­ir­tækja, er nauðsyn­legt að tryggja að lög­reglu­yf­ir­völd, sak­sókn­ara­embætti og aðrar eft­ir­lits­stofn­an­ir búi yfir nægi­lega rúm­um fjár­heim­ild­um til að geta hafið rann­sókn­ir án at­beina póli­tískt kjör­inna yf­ir­boðara.

Flokks­stjórn­ar­fund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar skor­ar á rík­is­stjórn­ina að beita sér fyr­ir því að bund­in verði í lög vernd fyr­ir fjöl­miðlafólk sem verður fyr­ir árás­um af hálfu stór­fyr­ir­tækja. Eins að lög verði sett um að starfs­fólk eft­ir­lits­stofn­ana verði varið fyr­ir ásókn af því tagi sem beitt hef­ur verið gagn­vart starfs­fólki Seðlabanka Íslands.

Ekki síst tel­ur Sam­fylk­ing­in löngu tíma­bært að bundið verði í stjórn­ar­skrá rétt­mætt eign­ar­hald þjóðar­inn­ar á sjáv­ar­auðlind­inni og kveðið á um að ein­ung­is sé hægt að út­hluta sam­eig­in­leg­um gæðum á grund­velli tíma­bund­inna rétt­inda sem fullt gjald komi fyr­ir.

Sam­fylk­ing­in tel­ur nauðsyn­legt að við stjórn lands­ins verði val­in rík­is­stjórn sem er reiðubú­in að standa að sókn gegn sér­hags­mun­um og að nýt­ing á sam­eig­in­leg­um auðlind­um taki í miklu meira mæli mið af hags­mun­um al­menn­ings en tíðkast hef­ur hjá nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­flokk­um.

Álykt­un­in var samþykkt sam­hljóða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina