Vill endurmeta EES og Schengen

Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

„Um­fang EES-samn­ings­ins hef­ur auk­ist gríðarlega og hann tek­ur nú til sviða sem við gerðum ekki ráð fyr­ir þegar aðild Íslands var samþykkt,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, í ávarpi sínu á landsþingi flokks­ins rétt í þessu. 

„Það er tíma­bært að end­ur­meta hvernig við nálg­umst EES-samn­ing­inn og hvernig við nýt­um best þau ákvæði hans sem gera okk­ur kleift að verja hags­muni okk­ar og laga reglu­verk að ís­lensk­um aðstæðum.

Það sama á við um Schengen-sam­starfið og mögu­leika okk­ar á að verja eig­in landa­mæri nú þegar lönd sem eru ekki aðeins aðilar að Schengen held­ur einnig Evr­ópu­sam­band­inu hafa tekið sér aukið vald yfir eig­in landa­mæra­vörslu,“ sagði Sig­mund­ur Davíð. 

Sigmundur Davíð á Landsþingi í dag.
Sig­mund­ur Davíð á Landsþingi í dag. Ljós­mynd/​Aðsend

Sig­mund­ur Davíð sagði tíma kom­inn til að ræða stjórn­mál og gera upp kjör­tíma­bilið. Hann skaut föst­um skot­um á rík­is­stjórn­ina og kallaði hana kerf­is­stjórn sem svikið hefði kosn­ingalof­orð. 

„Það erfiðasta við stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðurn­ar var að ákveða hvernig ætti að skipta ráðherra­stól­um.“

Þá sagði Sig­ur­mund­ur það Miðflokkn­um að þakka að ekki væri búið að koma á fót miðhá­lend­isþjóðgarði.

mbl.is