„Umfang EES-samningsins hefur aukist gríðarlega og hann tekur nú til sviða sem við gerðum ekki ráð fyrir þegar aðild Íslands var samþykkt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ávarpi sínu á landsþingi flokksins rétt í þessu.
„Það er tímabært að endurmeta hvernig við nálgumst EES-samninginn og hvernig við nýtum best þau ákvæði hans sem gera okkur kleift að verja hagsmuni okkar og laga regluverk að íslenskum aðstæðum.
Það sama á við um Schengen-samstarfið og möguleika okkar á að verja eigin landamæri nú þegar lönd sem eru ekki aðeins aðilar að Schengen heldur einnig Evrópusambandinu hafa tekið sér aukið vald yfir eigin landamæravörslu,“ sagði Sigmundur Davíð.
Sigmundur Davíð sagði tíma kominn til að ræða stjórnmál og gera upp kjörtímabilið. Hann skaut föstum skotum á ríkisstjórnina og kallaði hana kerfisstjórn sem svikið hefði kosningaloforð.
„Það erfiðasta við stjórnarmyndunarviðræðurnar var að ákveða hvernig ætti að skipta ráðherrastólum.“
Þá sagði Sigurmundur það Miðflokknum að þakka að ekki væri búið að koma á fót miðhálendisþjóðgarði.