Uppsjávarsmiðja skili auknum verðmætum

Fjöldi rannsókna mun nú fara fram í verksmiðjunni í Neskaupstað …
Fjöldi rannsókna mun nú fara fram í verksmiðjunni í Neskaupstað í samstarfi við Síldarvinnsluna. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Hákon Ernuson

Er hægt að vinna verðmæt­ari afurðir úr hrá­efni sem nú er notað við fram­leiðslu á fiski­mjöli og lýsi? Rann­sókn­um í nýrri upp­sjáv­ar­smiðju í fiski­mjöls­verk­smiðju Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað er ætlað að svara þess­ari spurn­ingu.

Matís hef­ur fjár­fest í búnaði til að fram­kvæma til­raun­ir, sem mun verða nýtt­ur í rann­sóknaaðstöðu sem komið verður upp í fiski­mjöls­verk­smiðjunni. Stefnt er að því að fram­kvæma rann­sókn­ir á sviði fiski­mjölsiðnaðar og skoða leiðir til að vinna aðrar og verðmæt­ari afurðir úr því sem nú fer í fiski­mjöl og lýsi.

Um er að ræða lið í efl­ingu starf­semi Matís á lands­byggðinni í takti við þjón­ustu­samn­ing þess efn­is sem und­ir­ritaður var af Kristjáni Þór Júlí­us­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í nóv­em­ber 2020. Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér fjár­veit­ingu upp á 80 millj­ón­ir króna á tveggja ára tíma­bili til að styrkja starf­semi sína og auka sam­vinnu við at­vinnu­grein­ar í þró­un­ar- og rann­sókn­ar­starfi. Þá var mark­mið samn­ings­ins sagt meðal ann­ars vera „að færa starf­semi Matís nær viðskipta­vin­um og bæta verðmæta­sköp­un til framtíðar með auk­inni ný­sköp­un, rann­sókn­ar- og þró­un­ar­vinnu.“

Úðaþurrkari og himnusíunartæki verða í uppsjávarsmiðjunni. Slík tæki hafa ekki …
Úðaþurrk­ari og himnusí­un­ar­tæki verða í upp­sjáv­ar­smiðjunni. Slík tæki hafa ekki áður verið notuð við fram­leiðslu á mjöli og lýsi úr upp­sjáv­ar­fiski. Mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Fram kem­ur í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar að þegar hafi verið gerðar til­raun­ir af ýms­um toga í fiski­mjöls­verk­smiðjunni í Nes­kaupstað, en það hef­ur verið gert að hluta til í lít­illi verk­smiðju í eigu Vélsmiðjunn­ar Héðins. Búnaður­inn sem Matís fjár­fest­ir nú í er viðbót og er tal­inn auðvelda rann­sókn­ir á um­ræddu sviði.

„Með til­komu nýja búnaðar­ins er verið að leggja áherslu á upp­bygg­ingu svo­kallaðs líf­massa­vers eða upp­sjáv­ar­smiðju í sam­starfi við upp­sjáv­ariðnaðinn hér eystra. Með til­komu upp­sjáv­ar­smiðjunn­ar verður unnt að þróa nýja vinnslu­ferla og nýj­ar afurðir úr hliðar­straum­um sem mynd­ast við vinnslu á upp­sjáv­ar­fiski til mann­eld­is,“ er haft eft­ir dr. Stefáni Þór Ey­steins­syni í færsl­unni, en hann hef­ur haft um­sjón með þess­um upp­sjáv­ar­verk­efn­um á veg­um Matís.

Í fjöl­mörg verk­efni

Tæk­in sem hafa verið keypt fyr­ir upp­sjáv­ar­smiðjuna eru úðaþurrk­ari sem á að geta fram­leitt prótein­ríkt duft og til­rauna­skil­vinda sem hægt er nota til að aðskilja fitu úr efni sem á að nýta í fram­leiðslu prótein­dufts. Einnig hef­ur verið keypt himnusí­un­ar­tæki sem trygg­ir að hægt verður að skima með meiri ná­kvæmni fyr­ir öðrum líf­virk­um efn­um. „Þessi tæki munu mynda kjarna upp­sjáv­ar­vers­ins en fleiri tæki munu einnig verða til staðar og þarna verða því gríðarlega mikl­ir mögu­leik­ar til rann­sókna fyr­ir hendi,“ seg­ir Stefán Þór.

„Tækja­búnaður­inn mun verða notaður í fjöl­mörg verk­efni. Má þar til dæm­is nefna verk­efnið „Prótein úr hliðar­straum­um mak­ríls“ sem er sam­vinnu­verk­efni Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Matís og Fóður­verk­smiðjunn­ar Laxár. Þar mun­um við nýta upp­sjáv­ar­smiðjuna til fram­leiðslu á prótein­ríku dufti sem nýta má í fisk­eldi eða, ef vel geng­ur, til mann­eld­is. Í til­raun­un­um í tengsl­um við fiski­mjölsiðnaðinn hef­ur verið leit­ast við að fram­leiða hágæðaprótein­duft sem nýta mætti til mann­eld­is og einnig hef­ur verið lögð áhersla á fram­leiðslu á lýsi með meiri gæðum en það lýsi sem nú er fram­leitt. Við hjá Matís bind­um mikl­ar von­ir við upp­sjáv­ar­smiðjuna og sjá­um hana fyr­ir okk­ur sem þró­un­ar­set­ur sem muni styðja við mat­væla­fram­leiðslu á lands­byggðinni. Þá eru bundn­ar von­ir við að rann­sókn­irn­ar sem fram munu fara í smiðjunni muni stuðla að auk­inni verðmæta­sköp­un,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: