Búast við 30 þúsund ferðamönnum í júní

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, á von því að ferðamenn sem koma til lands­ins í júní verði yfir 30 þúsund tals­ins. Fjöldi farþega í milli­landa­flugi Icelanda­ir rúm­lega tvö­faldaðist á milli mánaða í maí. Sæta­nýt­ing fé­lags­ins í milli­landa­flugi var 35,2% í maí. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram mánaðarleg­um flutn­inga­töl­um sem Icelanda­ir Group birti í Kaup­höll­inni í gær.

Heild­ar­fjöldi farþega í milli­landa- og inn­an­lands­flugi hjá Icelanda­ir var um 40.000 í maí. Þar af var fjöldi farþega í milli­landa­flugi um 21.900 sam­an­borið við um 3.200 í maí fyrra. Fjöldi farþega til Íslands var um 14.400 í maí, nær þre­falt fleiri en í apríl, en var aðeins um 1.500 í maí í fyrra. Fjöldi farþega frá Íslandi var um 5.700, sem eru um tvö­falt fleiri en í apríl síðastliðnum, en var aðeins um 1.600 í maí í fyrra. Þá hef­ur fjöldi farþega yfir hafið tekið lít­il­lega við sér og var rúm­lega 1.800 í maí.

Heild­ar­sætafram­boð í milli­landa­flugi hef­ur auk­ist tölu­vert á síðustu tveim­ur mánuðum og tæp­lega átt­faldaðist frá því í maí í fyrra. Icelanda­ir hóf í maí flug til Teneri­fe, Berlín­ar og München. Til viðbót­ar við New York og Bost­on bætt­ust Seattle, Chicago, Den­ver og Washingt­on við í N-Am­er­íku.

Nú á fyrri hluta júní­mánaðar mun fé­lagið hefja reglu­legt áætl­un­ar­flug til Zürich og Brus­sel, Newark-flug­vall­ar við New York. Þá bæt­ast við Hels­inki, Ham­borg, Genf, Manchester, Mílanó, Bil­l­und og Minn­ea­pol­is seinni hluta júní­mánaðar.

Sæta­nýt­ing fé­lags­ins í milli­landa­flugi var 35,2% í maí­mánuði sam­an­borið við 29,4% í maí á síðasta ári. Eins og áður hef­ur komið fram hef­ur Icelanda­ir á liðnum mánuðum nýtt Boeing 767-vél­ar á ákveðnum leiðum í stað minni véla í þeim til­gangi að auka frakt­rými um borð sem leiðir til lak­ari sæta­nýt­ing­ar að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

Fjöldi farþega Icelanda­ir í inn­an­land­flugi var um 18.000 í maí sem er um 50% aukn­ing frá því í apríl síðastliðnum og tæp­lega þreföld­un á milli ára. „Inn­an­lands­flug Icelanda­ir hef­ur vaxið jafnt og þétt síðustu mánuði og í júní mun flug­fram­boð í inn­an­lands­flugi ná fram­boði fé­lags­ins á sama tíma á ár­inu 2019. Rétt er að geta þess að farþegar í flugi til og frá Græn­landi telj­ast nú með farþegum í milli­landa­flugi eft­ir að samþætt­ingu Icelanda­ir og Air Ice­land Conn­ect lauk um miðjan mars. Töl­um fyr­ir síðasta ár hef­ur verið breytt til sam­ræm­is,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Seld­ir blokktím­ar í leiguflug­starf­semi fé­lags­ins dróg­ust sam­an um 39%. Frakt­flutn­ing­ar juk­ust um 24%.

„Það er ánægju­legt að sjá þá aukn­ingu sem orðið hef­ur bæði í milli­landa­flugi og inn­an­lands­flugi á unda­förn­um vik­um. Sam­hliða bólu­setn­ing­um og auknu svig­rúmi til ferðalaga hef­ur ferðavilji í heim­in­um auk­ist. Við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga á Íslandi sem áfangastað og öfl­ugt markaðsstarf okk­ar er­lend­is hef­ur verið að skila sér. Við bú­umst við að yfir 30 þúsund ferðamenn komi til Íslands með Icelanda­ir í júní. Þá er ánægju­legt hvað inn­an­lands­flugið hef­ur gengið vel og er fram­boð okk­ar í júní svipað og á sama tíma á ár­inu 2019,“ er haft eft­ir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelanda­ir Group, í til­kynn­ingu.

mbl.is