Hjörvar kveðst stoltur af Berki

Nýi Börkur þykir hinn glæsilegasti og eru heimamenn stoltir af …
Nýi Börkur þykir hinn glæsilegasti og eru heimamenn stoltir af skiðinu sem mun hefja veiðar í þessari viku. Ljósmynd/Kristín Hávarðsdóttir

„Þetta gekk bara óskap­lega vel,“ seg­ir Hjörv­ar Hjálm­ars­son, skip­stjóri á nýja Berki, um sigl­ing­una heim sem tók fimm daga. Siglt var vest­ur í gegn­um Ska­gerrak frá Ska­gen í Dan­mörku og vest­ur með Nor­egi áður en stefn­an var tek­in til vest­urs í átt að Fær­eyj­um og þaðan til Íslands. „Við vor­um bara í skoðun­ar­ferð. Skoðuðum Fær­eyj­ar vel og vinkuðum vin­um okk­ar þar. Mjög þægi­legt ferðalag á mjög góðu og glæsi­legu skipi.“

Hjörv­ar er hæst­ánægður með hvernig sé að sigla skip­inu. „Það er mjög ljúft. Það er hljóðlátt og spar­neytið greini­lega, það fer ekki mikið af olíu miðað við fyrri skip. Þetta lít­ur allt mjög vel út og næsta mál á dag­skrá er að prófa hann á veiðum.“

Vandað skip í alla staði

Spurður hvernig sé að setj­ast í skip­stjórn­ar­stól­inn á glæ­nýju skipi svar­ar skip­stjór­inn: „Það er bara góð til­finn­ing að vera treyst fyr­ir því að taka við nýju skipi og maður er stolt­ur af því að fá svona tæki­færi, það er ekki sjálf­gefið á ferl­in­um að kom­ast á ný­smíði. Þær hafa nú ekki verið allt of marg­ar hér á Íslandi en fer fjölg­andi sem bet­ur fer.“

Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri á nýjum Berki.
Hjörv­ar Hjálm­ars­son skip­stjóri á nýj­um Berki. Ljós­mynd/​Aðsend

Þá seg­ir Hjörv­ar margt við nýja Börk minna á geim­skip. „Það er allt hlaðið af búnaði og svo­lítið nýr heim­ur. Þótt það sé ekki nema níu ára, skipið sem við vor­um á, þá er þetta gríðarleg breyt­ing í tækni frá því að hann var kláraður. Þetta er allt eins tækni­legt og hægt er og mjög flott skipa­smíðastöð sem þetta er smíðað hjá, það er al­veg ótrú­lega vandað skipið að sjá í alla staði.“ Bæt­ir hann við að áhöfn­in sé ánægð með aðbúnað og vinnuaðstöðu um borð. „Þeir eru bara í sjö­unda himni með þetta. Allt eins glæsi­legt og hægt er.“

Er maður stolt­ur af því að vera á svona skipi?

„Já, það er nú eig­in­lega ekki hægt annað. Kom­um hérna í há­deg­inu [á fimmtu­dag] í fylgd með Beiti í stór­glæsi­legu veðri, bæj­ar­bú­ar á bryggj­unni að mynda og við tók­um nokkra hringi fyr­ir fram­an þá. Þetta var mjög flott stund.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: