Semja við sjálfa sig um mikilvæga hagsmuni

Fjöldi báta hélt tilveiða aðfaranótt mánudags.
Fjöldi báta hélt tilveiða aðfaranótt mánudags. mbl.is/Alfons Finnsson

Öll ís­lensk fiski­skip þurftu sam­kvæmt lög­um um sjó­mannadag að vera í höfn frá kl. 12 á há­degi á laug­ar­dag til klukk­an 12 á há­degi á mánu­dag.

Fjöldi fiski­skipa lét úr höfn síðdeg­is í gær og í gær­kvöldi, en strand­veiðibát­arn­ir voru hins veg­ar komn­ir af stað aðfaranótt mánu­dags þrátt fyr­ir að sérá­kvæði yfir þessa báta sé ekki að finna í lög­un­um.

Í lög­um um sjó­mannadag seg­ir í 5. grein: „Öll fiski­skip skulu liggja í höfn á sjó­mannadag og hafa komið til hafn­ar eigi síðar en kl. 12 á laug­ar­degi fyr­ir sjó­mannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á há­degi næsta mánu­dag.“ Hef­ur Land­helg­is­gæsla Íslands eft­ir­lit með fram­kvæmd lag­anna og bera út­gerð og skip­stjóri ábyrgð á að ákvæðum lag­anna sé fylgt. Brot get­ur varðað sekt­um.

Hæg heima­tök­in

Land­helg­is­gæsl­an tel­ur þó ekki að strand­veiðisjó­menn hafi brotið gegn ákvæði lag­anna þar sem þeir hafi samið við sjálfa sig um „mik­il­væga hags­muni“, að því er fram kem­ur í svari stofn­un­ar­inn­ar við fyr­ir­spurn blaðamanns.

Í svar­inu er bent á að í flest­um til­fell­um strand­veiðibáta er um að ræða „ein­yrkja sem eru sjálf­ir eig­end­ur, út­gerðar­menn og skip­stjór­ar bát­anna. [...] Segja má að það séu hæg heima­tök­in fyr­ir ein­yrkj­ana að ná slíku sam­komu­lagi við sig sjálfa.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: