Þjarmað að Katrínu á þingi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Arnþór

All­ir full­trú­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar, nema Flokks fólks­ins, beindu spjót­um sín­um að Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.  

Var til þess fyrst­ur Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, sem spurði for­sæt­is­ráðherr­ann hvort að stjórn­ar­meiri­hlut­inn hygðist leggja fram nýtt þing­mál um Miðhá­lend­isþjóðgarð í formi þings­álykt­un­ar­til­lögu. 

Katrín sagðist ekki geta sagt til um hver niðurstaða um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar yrði. Hún sagðist átta sig á því að tölu­vert mörg álita­mál væru í kring um af­greiðslu máls­ins.

Er málþóf? 

Yfir standa síðustu dag­ar þings­ins sam­kvæmt starfs­áætl­un en fjöl­mörg stjórn­ar­mál standa ókláruð. Yfir standa svo­kallaðir þingloka­samn­ing­ar þar þing­flokks­for­menn semja um fram­gang ákveðinna mála áður en til þingloka koma. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is eru þingloka­samn­ing­ar skammt á veg komn­ir og eru sem stend­ur áber­andi marg­ir stjórn­araðstöðuþing­menn á mæl­enda­skrá um þing­mál sem er talið nokkuð óum­deilt. 

Lík­legt er að með þessu láti stjórn­ar­andstaðan glitta í málþófs­spilið sem alltaf er hægt að grípa í ef samn­ing­ar ganga erfiðlega. 

Næst spurði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, Katrínu út í stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, sem fyr­ir liggja á þing­inu. Þor­gerður hvatti Katrínu til að „nýta sína póli­tísku inn­eign til að fá henn­ar kæru vini í Sjálf­stæðis­flokkn­um til að skipta um skoðun“. 

Læt­ur Þor­gerður þannig að því liggja að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vilji ekki af­greiða frum­varp Katrín­ar um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. 

Styrt á milli fyrr­um fé­laga

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi fé­lagi Katrín­ar í Vinstri græn­um, var næst í röðinni í fyr­ir­spurn­um og innti Katrínu eft­ir svör­um við því hvort að ekki mætti telja þá staðreynd að miðhá­lend­isþjóðgarður verði ekki að veru­leika eft­ir kjör­tíma­bil und­ir henn­ar stjórn, sé ekki ein­stak­ur ósig­ur. 

Katrín var ekki sam­mála Rósu og sagði mál­flutn­ing henn­ar lit­ast af aðskilnaði henn­ar við flokk sinn, Vinstri hreyf­ing­una grænt fram­boð; „En mig grun­ar nú að þessi stór­yrði hátt­virt­an þing­manns eigi líka ræt­ur að rekja til fyrr­um veru henn­ar í okk­ar hreyf­ingu. Og ég vil segja það að ég held að í þessu máli ætt­um við um­hverf­is­vernd­arsinn­ar frem­ur að leggja kraft­ana sam­an en að koma hér upp með gíf­ur­yrði,“ svaraði Katrín.

Rósa sagði til­svör Katrín­ar ódýr í seinni ræðu sagði hana þurfa að viður­kenna að málið væri strand vega ósam­stöðu inn­an stjórn­ar­flokk­anna. 

Katrín sagði þá í síðara andsvari sínu að Rósa Björk væri að kasta stein­um úr gler­húsi þegar hún segði sín um­mæli ódýr. 

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, var síðast­ur í pontu stjórn­ar­and­stöðu þing­manna og spurði einnig út í fyr­ir­hugaðar stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. Spurði hann Katrínu hvers vegna ekki sé kveðið á um tíma­bund­inn nýt­ing­ar­rétt á auðlind­um í til­lög­um henn­ar.

Sagði Katrínu þjónka fjár­hags­leg­um hags­mun­um  

Ég get nefni­lega ein­ung­is ímyndað mér eina ástæðan fyr­ir því að það er lögð fram ein­hver mála­miðlun í þessu, það er til að þjónkast þeim fjár­hags­legu hags­mun­um sem standa að baki Sjálf­stæðis­flokkn­um. Önnur rök þekki ég ekki,“ sagði Helgi Hrafn. 

Katrín sagði ásök­un­in frá­leita: „Mér finnst þetta auðvitað frá­leit ásök­un sem hann kem­ur með hér. Ég fór ít­ar­lega yfir þetta ákvæði og þetta frum­varp þegar ég mælti fyr­ir mál­inu og þá voru raun­ar sams kon­ar sjón­ar­mið uppi, um að ég væri hér að þjóna ann­ar­leg­um hags­mun­um,“ sagði Katrín. 

Ég hef sagt það skýrt að mér finn­ist merk­ing­in í þessu ákvæði vera sú að þess­ar heim­ild­ir verði ekki af­hent­ar var­an­lega, í merk­ing­unni: Þær hljóta þá að vera tíma­bundn­ar eða upp­segj­an­leg­ar [...]  Ég bið bara hátt­virt­an þing­mann að virða það við mig að telja það ekki að ég sé hér að ganga er­inda ann­ar­legra hags­muna,“ út­skýrði Katrín. 

„Mér þykir mjög leitt að það líti þannig út, en ég verð nú bara að biðja hæst­virt­ur ráðherra um að eiga það við sig að hún sé í sam­starfi með Sjálf­stæðis­flokkn­um og hafi til þess þurft að fórna minni hags­mun­um fyr­ir meiri, eins og hún hef­ur orðað það, og dá­samað þær mála­miðlan­ir sem hafi þurft að gera,“ sagði Helgi Hrafn í seinni ræðu sinni. 

mbl.is