Fullreynt að Kristján Þór tryggi 48 daga

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Lagt var upp með í þver­póli­tískri sam­stöðu fyr­ir tveim­ur árum, að mínu frum­kvæði, að gera breyt­ing­ar á strand­veiðikerf­inu. Það náðist til eins árs, að gera til­rauna­breyt­ing­ar sem tók­ust ágæt­lega. 

Síðan náðist aft­ur þver­póli­tísk samstaða, und­ir minni for­ystu, um að byggja á því frum­varpi og voru af­greidd var­an­leg lög og unnið eft­ir þeim síðasta sum­ar,“ seg­ir Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, í sam­tali við 200 míl­ur. 

Í ljós kom að pott­ur­inn dugði ekki til að tryggja öll­um strand­veiðisjó­mönn­um 48 daga til að róa, sem var út­gangspunkt­ur­inn í allri lög­gjöf­inni að sögn Lilju Raf­n­eyj­ar. 

Lilja Raf­ney lagði á miðviku­dag­inn fram frum­varp um breyt­ing­ar á strand­veiðikerf­inu þannig að 48 veiðidag­ar verði tryggðir öll­um leyf­is­höf­um.

37% aukn­ing fyrstu sjö dag­ana

Þegar litið er til upp­hafs strand­veiða á yf­ir­stand­andi veiðitíma­bili er ólík­legt að 10.000 tonn muni tryggja veiðar til ág­ústloka. Afli fyrstu sjö dag­ana hef­ur auk­ist um 37% frá sömu viðmiðun árið 2020 og allt út­lit er fyr­ir að um 700 bát­ar stundi strand­veiðar í ár. Sam­kvæmt töl­um und­an­far­inna þriggja ára hef­ur bát­um á strand­veiðum fjölgað,“ seg­ir í grein­ar­gerð frum­varps Lilju Raf­n­eyj­ar.

„Frá þeim tíma hef ég reynt að tala fyr­ir því við hæst­virt­an [sjáv­ar­út­vegs]ráðherra. Það hef­ur ekki náðst niðurstaða í það. Und­an­farn­ar vik­ur var reynt sér­stak­lega að fá niður­stöðu í það gagn­vart ráðherra. Það tókst ekki,“ seg­ir Lilja Raf­ney. 

Hún seg­ir frum­varpið sem hún lagði fram vera þrauta­lend­ingu hvernig hægt væri að fram­kvæma breyt­ing­una til bráðabrigða í ár. 

Áhyggj­ur á meðal sjó­manna og fisk­vinnslu­fólks

„Við blasti að sama staða kæmi upp og mikl­ar áhyggj­ur meðal sjó­manna og þeirra sem kaupa fisk af strand­veiðisjó­mönn­um af að hafa ekki nægt hrá­efni til vinnslu í ág­úst,“ út­skýr­ir Lilja. 

Hún seg­ist vita að frum­varpið sé seint fram komið, en það hafi verið lagt fram til að ná fram umræðu um málið og von­ast til að það verði tekið með inn í þingloka­samn­inga. 

„Ef það næðist umræða um þetta í þingloka­samn­ing­um, að þetta væri brýnt at­vinnu­mál, þá væri þarna mögu­legt tæki­færi.“

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, lagði í dag við upp­haf þing­fund­ar fram til­lögu um að frum­varp Lilju Raf­n­eyj­ar yrði tekið fyr­ir á þing­fund­in­um með þeim af­leiðing­um að upp­lausn myndaðist í þingsal um tíma. Málið var ekki tekið á dag­skrá þings­ins.

mbl.is