Jón Gnarr gerir veðurfar á Íslandi að umtalsefni á Twitter. Hann gefur í skyn að Íslendingar kunni ekki að klæða sig eftir veðri. Að hans mati er nektarveður bara til í útlöndum ólíkt því sem margir halda.
„Á íslandi eru tvö veður; úlpuveður og blússuveður þótt oft sé látið með úlpuveður eins og það sé blússuveður og jafnvel blússuveður eins og það sé nektarveður sem er veður sem þekkist bara í útlöndum,“ tísti Jón.
Íslendingar eru þekktir fyrir að kasta af sér flíkunum þegar sólin byrjar að skína og er það líkalega það sem Jón á við. Hann gefur ekki upp hitatölu en ekki er ólíklegt að hitatalan á Spánarveðrinu eða nektarveðrinu sem Jón talar um sé yfir 25 gráður. Vonandi komast einhverjir bólusettir Íslendingar í nektarveður í sumar.
á íslandi eru tvö veður; úlpuveður og blússuveður þótt oft sé látið með úlpuveður einsog það sé blússuveður og jafnvel blússuveður einsog það sé nektarveður sem er veður sem þekkist bara í útlöndum
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) June 11, 2021