„Þú finnur ástina með búbblunni“

Jón Axel Ólafsson er með umboð fyrir The Bubble eða …
Jón Axel Ólafsson er með umboð fyrir The Bubble eða búbblunni sem er fallegt eldstæði sem haft er utan húss.

Jón Axel Ólafsson segir fátt eins rómantískt á síðsumarkveldi og að sitja í Jax-handverksstól með mjúkt teppi vafið um sig við opinn eld. 

„Búbblan er framleidd hjá FocusCreation sem er franskt fyrirtæki sem hefur verið markaðsleiðandi á sviði eldstæða. Hún kom á markað í Evrópu árið 2019 og hefur slegið í gegn víða um heiminn,“ segir Jón Axel.

Kúlan er falleg að sjá með mjúkar línur úr stáli.

„Hún ryðgar ekki og heldur fegurð sinni í langan tíma. Hún gefur hita án þess að hitna mikið sjálf og er ekki nema 50 kg að þyngd.

Svo er hún á gúmmíhjólum sem gerir það auðvelt að færa hana til.

Það jafnast fátt á við að sitja við opinn eld …
Það jafnast fátt á við að sitja við opinn eld úti.

Hún er hönnuð til að vera við fjölbreyttar aðstæður og ber að umgangast hana líkt og allan annan eld.

Hún er þannig hönnuð að þótt vindur sé fer hann ekki inn í hana en að sjálfsögðu þarf alltaf að fara varlega með opin eldstæði nálægt húsum og í íslenskri náttúru.“

Blómstrar ástin með búbblunni á síðsumarkvöldum?

„Já, það er ekkert eins rómantískt á síðsumarskveldi og að sitja í Jax-handverksstól vafinn mjúku teppi. Rómantíkin blómstrar ekki einvörðungu heldur blossar upp. Þú finnur ástina með búbblunni.“

Búbblan er 50 kg að þyngd og er hægt að …
Búbblan er 50 kg að þyngd og er hægt að færa hana til.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: