Áskorun að taka nýtt skip í notkun

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, kveðst ánægður með nýjasta skip í …
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, kveðst ánægður með nýjasta skip í flota Síldarvinnslunnar. Ljósmynd/Kristín Hávarðsdóttir

Það var bjart og stillt í Norðfirði er ný­smíði Síld­ar­vinnsl­unn­ar sigldi til heima­hafn­ar í fyrsta sinn í fylgd Beit­is NK á fimmtu­dag. Heima­menn voru mætt­ir til að fagna komu skips­ins, sem er nýj­asta skip í flota lands­ins. Skipið fékk form­lega nafnið Börk­ur við hátíðlega at­höfn á sjó­mannadag­inn, en það leys­ir eldri Börk af hólmi.

„Það eru auðvitað kafla­skil að fá nýtt skip inn í fyr­ir­tæki og byggðarlag eins og okk­ar. Þetta er gleðidag­ur og áskor­un líka að taka nýtt skip í notk­un,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, við komu skips­ins. „Svo er maður bara þakk­lát­ur fyr­ir að fá að taka þátt í svona sam­starfi við skipa­smíðastöðina, áhöfn­ina, starfs­menn okk­ar og starfs­menn Sam­herja. Þetta er voðal­ega ánægju­legt og gef­andi sam­starf og er að skila af sér mjög góðri afurð,“ bæt­ir hann við.

Gunnþór seg­ir far­ald­ur­inn ekki hafa komið niður á um­fangs­miklu sam­starfi margra aðila sem þurfti til að sinni ný­smíðunum. Hins veg­ar hafi það vissu­lega verið þannig að starfs­menn Síld­ar­vinnsl­unn­ar þurftu að dvelja er­lend­is í lengri tíma í senn vegna ferðatak­mark­ana. Auk þess seinkaði af­hend­ingu skips­ins. Skipa­smíðastöðin hafi hins veg­ar staðið sig vel þrátt fyr­ir krefj­andi aðstæður, að sögn hans. „Þetta er hugs­an­lega ein fremsta skipa­smíðastöð í heimi, sér­stak­lega í smíði upp­sjáv­ar­skipa. Þeir af­henda fimm til sex upp­sjáv­ar­skip á ári og kunna sitt fag. Þetta gekk allt mjög vel.“

Nýr Börkur kom til Neskaupstaðar fimmtudag 3. júní 2021. Gunnþór …
Nýr Börk­ur kom til Nes­kaupstaðar fimmtu­dag 3. júní 2021. Gunnþór Ingva­son fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar kveðst ánægður með skipið Krist­ín Há­v­arðsdótt­ir

Hinn nýi Börk­ur var smíðaður hjá dönsku skipa­smíðastöðinni Kar­sten­sens á Ska­gen og kostaði Síld­ar­vinnsl­una 5,7 millj­arða króna. Skipið, sem búið er til flot­vörpu- og hring­nóta­veiða, er syst­ur­skip Vil­helms Þor­steins­son­ar EA sem Sam­herji ger­ir út og kom til Ak­ur­eyr­ar í byrj­un apríl.

Eldri Börk­ur í sölu

Spurður hvort gera megi ráð fyr­ir að nýr Börk­ur verði af­kasta­meiri en skipið sem hann leys­ir af hólmi svar­ar hann: „Við höf­um skip sem við erum að fara með í sölu sem er smíðað 2012, það er ekki eins og það sé mjög gam­alt skip, en þetta er burðarmeira. Það er all­ur nýj­asti búnaður, hvort sem það er fiski­leit­ar­tæki eða búnaður í kring­um veiðarn­ar, vinnuaðstaða, aðbúnaður eða búnaður á dekki.

Við ætl­um okk­ur að spara tölu­verða olíu, þetta er mun hag­kvæm­ara skip. Við erum með tvær aðal­vél­ar, sem er ekki al­gengt. Við telj­um okk­ur geta náð tölu­verðum ár­angri þar í að gera skipið mjög hag­kvæmt. Það er mjög góð nýt­ing á allri af­gangs­orku í því. Við erum með vatns­lagn­ir í gólf­um til að nýta vatns­hita og af­gangs­hita frá vél­um. Það er nokkuð sem ég held að ekki mörg önn­ur skip séu með.“

Skipin saman á Norðfirði 3 júní 21
Skip­in sam­an á Norðfirði 3 júní 21 Krist­ín Há­v­arðsdótt­ir

Hann seg­ir hönn­un­ina á skrokki og stefni skips­ins alla hafa tekið mið af því að há­marka ár­ang­ur og skila hag­kvæmni. „Það er mjög spenn­andi verk­efni að taka þetta í notk­un. Við bíðum bara spennt­ir eft­ir því að byrja að nota skipið og sjá hvernig þetta virk­ar. [...] Það hef­ur ekki reynt mikið á þetta skip, en það er búið að reyna eitt­hvað á syst­ur­skipið Vil­helm Þor­steins­son og þeir eru bara í skýj­un­um með það. Stefn­islagið skil­ar mjög góðum sjó­skip­um.“

Hægt er að sjá á mynd­um að Börk­ur fer vel í sjó, að sögn Gunnþórs sem bend­ir á að tölu­verður mun­ur sést á hegðun skips­ins og Beit­is sem fylgdi ný­smíðunum í Norðfirði á fimmtu­dag. Upp­töku af komu skips­ins má finna á youtu­be-rás Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Á annað þúsund manns

Tölu­vert hef­ur verið fjár­fest í nýj­um upp­sjáv­ar­skip­um hér á landi á und­an­förn­um á árum. Spurður hvernig staða ís­lenska upp­sjáv­ar­flot­ans sé í sam­an­b­urði við sam­keppn­isþjóðir Íslend­inga, Fær­ey­inga og Norðmenn, svar­ar Gunnþór: „Við höf­um, Íslend­ing­ar, verið að fjár­festa í upp­sjáv­ar­skip­um und­an­far­in ár og erum komn­ir mjög framar­lega með okk­ar flota. Ég tel að við stönd­umst al­veg þann sam­an­b­urð í dag; þó að við höf­um kannski ekki gert það fyr­ir fimmtán eða tutt­ugu árum þá ger­um við það í dag.“

Börk­ur var til sýn­is sjó­mannadags­helg­ina og voru á annað þúsund gesta sem fengu að skoða sig um í BErki í fylgd áharfn­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: